Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Blaðsíða 20
hafði veitt þeim hæli. Áætlunin
var þaulhugsuð: Það átti að koma
af stað óeirðum í Ukrainu til þess
að Þýzkaland gæti krækt sér í
vænan hluta af þessu vel birga
kornbúri. — Skráin yfir þá, sem
átti að myrða var til staðar. Á
henni voru, auk Mikoffs,
sem þegar hafði verið drepinn,
nöfn sovézkra stjórnarerindreka,
löghlýðinna hvítrússa og jafnvel
franskra embættismanna. Starfs-
menn við þýzka sendiráðið, sem
flæktir voru í málið, voru nafn-
greindir. Einnig var birt nafn
sjálfs útsendarans — Surjureffs.
— Þegar Lisette hafði þýtt hin-
ar stóru fyrirsagnir og nákvæmu
greinar í frönsku dagblöðunum,
fór Hiram að renna í grun, að
hann hefði fyrir löngu síðan
kálað þessum Surjureff á hótel-
herbergi sínu.
Málið olli því, að París og hálf
Evrópa var sem á glóðum. Og
það varð Hiram til óskiptrar á-
nægju, að Beauheld aðalritstjóri
hafði tekið tillit til óskar hans
um, að vera ekki nefndur í sam-
bandi við málið.
Uppljóstrunin hvatti frönsku
ríkis- og leynilögregluna til æðis-
genginna eftirgrennslana. Áður
en hægt væri að fá fulla yfirsýn
yfir ástandið, vantaði einn hlekk
í keðjuna: Vinovarieff hershöfð-
ingja, sjálfan höfuðpaur samsær-
isins. Og Hiram var það nú Ijóst,
að það skipti hann miklu máli, að
hershöfðingin fyndist, því hann
myndi geta borið kennsl á Surjur-
eff, sem hafði verið sendur til
höfuðs Hiram Holliday.
Hiram var nú aftur orðinn að
tveimur mönnum — hr. Holliday
á daginn og Grognolle á kvöldin.
Lisette skildi þetta. En væru nú
hinir friðsælu dagar þeirra liðn-
ir? Á henni varð ekkert séð. Hún
var frönsk, og þar að auki sirkus-
stúlka, sem átti dugnað og sjálfs-
afneitun að erfðum gegnum marg-
ar kynslóðir.
Leitin að Hiram Holliday hófst
á ný. Franskt dagblað kom fram
með þá spurningu, hvort eitthvað
samband væri milli hvarfs
Ameríkanans, samsærisins og
hins ennþá óþekkta Rússa, sem
fundist hafði í hótelherberginu,
auk hinnar furðulegu frásögu
ákveðins skjalaþýðanda.
Hiram hélt sig innan dyra á
daginn. Á kvöldin fór hann, vel
dulbúinn, með Lisette sér við hlið,
í leigubíl til sirkussins og þar var
hann öruggur sem Grognolle,
trúðurinn, sem aldrei sagði orð,
en gat samt fengið fólk til að
tárast af hlátri.
En var hann óhultur?
Laugardagskvöld nokkurt gerði
lögreglan skyndilega innrás í
Antoine-sirkusinn.
Staðurinn var yfirfullur af
fólki. Það sat í göngum og stig-
um og stóð í þéttum röðum með-
fram öllum veggjum. 1 miðjum
klíðum, þegar Coco, páfagaukur-
inn talandi, var að skemmta, kom
faðir Antoine, náfölur og sveitt-
ur, þjótandi inn í búningsher-
bergið, þar sem Hiram og Lis-
ette höfðu nýlokið við að búa sig.
„Börnin mín.. . börnin mín.. .
Þeir eru hérna .... æðandi um
allt .. . lögreglan er hérna; þeir
eru um allt! Allir skemmtikraft-
arnir mínir eiga að koma í eina
röð, og sína persónuskilríki. Þeir
heimta að fá að sjá alla saman .. .
hvern og einn einasta.. . “ Hann
greip andann á lofti og leit síðan
á þau með slægðarsvip. Hann
minntist þess allt í einu, að Grog-
nolle hafði byrjað starf sitt und-
ir nokkuð sérstæðum kringum-
stæðum. „Kæru börnin mín,“
sagði hann, „er það ekki eitthvað,
sem þið vilduð heldur trúa föður
Antoine fyrir á meðan tími er
til?“
Hiram varð illt. Af allri
frönskunni hafði hann aðeins
skilið eitt orð: Lögregla. En á
meðan faðir Antoine var ennþá
inni, gat Lisette ekki þýtt hitt
fyrir hann. Einhver stakk höfð-
inu inn í dyragættina og hrópaði:
„Komið strax! Strax! Reynið að
hafa hraðann á!“
Þau gengu út úr búningsher-
berginu og niður á barinn, þar
sem allir skemmtikraftarnirstóðu
í einni röð, nema maðurinn með
páfagaukinn, sem hægt var að
yfirheyra seinna. Hiram og Lis-
ette fóru sér að engu óðslega, en
stilltu sér aftast í röðina við hlið
Kósakkanna. Hiram stóð við hlið
risans með alskeggið, en Lisette
stóð honum til hægri handar og
aftast í röðinni. Hún gat nú sagt
honum, án þess að nokkur heyrði
til, að lögreglan væri þarna á
ferðinni og menn frá leyniþjón-
ustunni myndu yfirheyra þau, að
engrar undankomu væri auðið, og
nú væri öllu lokið.
Allt moraði í lögregluþjónum.
Frá sviðinu glumdi við rödd páfa-
gauksins, þar sem hann söng tví-
söng með húsbónda sínum. Tveir
borgaralega klæddir menn gengu
hægt meðfram röð listamannanna
og námu staðai' fyrir framan
hvern og einn, og rannsökuðu
hann. Foringi þeirra var lágvax-
inn maður með gullspangargler-
augu, en bak við þau leyndust
skörp og kvik augu.
Hiram Holliday fannst sem
tíminn stæði kyrr og hann gat
ekkert hugsað. Þeir höfðu, á einn
eða annan hátt, komið upp um
hann; einhver hafði ljóstrað ein-
hverju upp. — Eftir smástund
myndu þeir leggja hendurnar á
axlir honum....enginn myndi
trúa hinni furðulegu sögu hans,
þrátt fyrir að hún væri dagsönn.
Hann fann hvernig svitinn spratt
fram undan þykkum farðanum.
Nú voru mennirnir hálfnaðirmeð
röðina og nálguðust hægt og
hægt. Þeir gengu framhjá Kó-
sökkunuip einum og einum og
brátt myndu þeir koma að hon-
um.
Lisette gat ekki lengur haft
stjórn á sér. Hálfkjökrandi kast-
aði hún sér um hálsinn á honum
og hrópaði: „Nei! Nei! Elsku
Hiram minn -— þeir mega ekki
taka þig; ég leyfi það ekki....
Ó, Hiram minn, Hiram. . . . !“
En þótt undarlegt megi virð-
ast var ekki að sjá, að mennirnir
þrír gæfu þessu neinn gaum. Þeir
höfðu nú numið staðar fyrir
framan stóra Kósakkann, sem
ekki reið eins og hinir sex, held-
ur þeytti svipuna með háum
smellum, og lágvaxni maðurinn
VlKINGUR
62