Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Blaðsíða 21
Hér sést loftpúðaskip fara á land í Calais. SkipiS tekur 36 farþega og hóf fastar tilraunaferSir milli Calais og liamsgate 1. maí sl. tslendingar eru nýjungagjarnir og vilja ólmir fá svona hát, en látum þaS vera í nokkur ár, meSan stórþjóSirnar þreifa sig áfram meS reynslu á þessu sviSi. með gullspangargleraugun starði rannsakandi á hann. Hraðar en auga á festi hafði hann slegið hattinn af Kósakkanum, og þreif í hár hanS| og kippti hárkollu og alskeggi af. ,,Jæja/‘ sagði hann. „Grigor Vinovarieff, hershöfð- ingi, ég....“ Hann komst ekki lengra. Rúss- inn rak upp öskur, stökk leiftur- snöggt aftur á bak og það glamp- aði á skammbyssu í hendi hans. Það kvað við skothvellur, en Hir- am hafði verið nógu snöggur að slá til hans, svo að skotið geigaði. Þá hvað aftur við hvellur, en nú skaut maðurinn á sjálfan sig og þessi mikli skrokkur seig saman í hrúgu á gólfið, og virtist vera lítið annað en nokkrir sirkus- klútar. 1 miðri ringulreiðinni, sem varð við þetta, greip Hiram höndum um höfuð sér og hróp- aði upp í sjálfsásökun: „Fífl! Bölvaður kjáninn! Ætlarðu aldrei að láta þér segjast? Sjálfsánægði fáráðlingur, sem heldur, að þú sért eini maðurinn, sem dettur í VlKINGUR hug að leita skjóls í sirkus! Sjö- undi Kósakkinn ......hann var þarna alltaf, en þú skildir ekki neitt. Og nú er eini maðurinn, sem gæti sannað sakleysi þitt, dauður. .. . Fífl!“ Litli leynilögreglumaðurinn fór nú að reyna að koma ró á fólkið. „Svona nú, reynið að jafna ykkur.. . bara róleg! Enginn má taka eftir neinu og skemmtiat- riðin halda áfram. Áfram nú! Næsta atriði á dagskránni. . . . Grognolle, farðu strax inn á svið- ið og fáðu fólkið til að hlæja!“ Hiram Holliday heyrði hlátur þeirra og fann hvernig- þeir stjökuðu honum og hrintu í gegn- um forhengið, og fram í skjanna- hvítt sviðsljósið, fram fyrir þús- undir starandi augna áhorfend- anna. Honum var tekið með dynj- andi lófataki og hlátri. — Hver hláturbylgjan af annarri skall á honum og það hljómaði eins og versta og sárasta háð, sem hann nokkru sinni hafði orðið fyrir. Þegar þau voru komin heim um kvöldið, sneri Lisette sér á- kveðin að honum. „Hiram. Undarlegi, hjartfólgni ameríkaninn minn. Næst er röðin komin að þér. Þú getur ekki ver- ið hér lengur. Þeir munu finna þig, eins og þeir fundu.... hinn. Og ég .. . ég hafði næstum því komið upp um þig — vegna þess að ég elska þig. Ég hefði framið sj álfsmorð, ef eitthvað hefði kom- ið fyrir þig, Hiram. Innra með mér mun eitthvað deyja, þegar þú ferð, en það get ég vel afborið vegna þess, að við höfum átt svo dásamlegar stundir saman. En ég hefði ekki getað þolað, að þeir tækju þig, Hiram. Allar yndis- legar stundir eiga sinn endi, eins og aðrar stundir. Nú skulum við láta þeim ljúka þannig, að ég viti þig öruggan ........... einhvers- staðar.“ Þau þrýstu sér hvort að öðru í örvæntingu, og Hiram vissi, að Frh. á bls. 59 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.