Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Page 22
Böðvar Steinþórsson, bryti: Nokkur orð í fullri vinsemd 1 fréttum útvarps og blaða frá 73. aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar, er haldinn var 3. febr. s.l. er þess getið að fundurinn „hafi sam- þyJckt að skora á stjóm FFSÍ að vinna að því, að endurkosið verði í byggingarnefnd Sjómannaskól- ans, fyrir þá er fallið hafa frá í nefndinni, svo að hún geti orðið starfhæf, þar sem telja má, að starfi nefndarinnar sé ekki lokið, með ófullgert skólahús og ófrá- gengna skólalóð.“ Þar sem þetta mál var talsvert rætt á síðasta þingi FFSÍ, og það hefur nokkuð komið á dagsskrá á stjórnarfundum FFSI, tel ég rétt að ræða nokkuð þá skoðun, er ég hef á þessu máli. En skoðun mín hefur berlega komið fram á síðasta Farmanna- ogfiskimanna- sambandsþingi, og einnig innan stjórnar sambandsins. En eftir birtingu þessarar ályktunar Öld- unnar, verður að telja rétt, að mín skoðun komi einnig fram opinberlega, svo menn geti áttað sig á þeim sjónarmiðum, er uppi eru, varðandi framanritað mál. Ég vil í upphafi taka fram, að liðinn er aldarfjórðungur eða meir, síðan byggingarnefndin var skipuð. Af þeirri ástæðu einni tel ég rétt að endurskipuleggja starf hennar. Þá bætist við að nefndin hefur ekki komið saman til fund- ar um langt árabil, svo vitað sé, og margir nefndarmenn eru látn- ir, án þess að verið hafi skipað í þau skörð, er þannig mynduð- ust. Vegna þessa álít ég rétt að fella niður störf byggingarnefnd- arinnar, og fela þau hússtjórn byggingarinnar, er skipuð yrði, og ætti þessi hússtjórn að hafa á hendi yfirstjóm byggingarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. Þessi sama hússtjórn ætti, í samráði við ráðuneytið, og þá 64 skóla, sem í byggingunni eru til húsa, að sjá um öll óleyst mál varðandi bygginguna sjálfa, svo og lóðina. Að ætla að láta þetta lengur vera í höndum manna, er skipaðir voru fyrir rúmum aldar- fjórðungi, ásamt viðbót skipaðri nú, tel ég vera fjarstæðu. Algjör nýskipan mála á hér að koma til. Þegar byggingarnefndin var skip- uð, voru skipaðir í hana fulltrúar frá útvegsmönnum, frá FFSÍ, á- samt fulltrúum nokkurra stétta- félaga sjómanna, auk skólastjóra Stýrimannaskólans og skólastj. Vélskólans. Ekki er hafður í byggingarnefndinni fulltrúi til- heyrandi fyrirhuguðum Mat- sveina- og veitingaþjónaskóla.— Má það furðulegt teljast, því ljóst virðist að strax í upphafi hafi verið ákveðið, að slíkur skóli skyldi starfa innan veggja þess- arar byggingar. En að slíkan fulltrúa skuli hafa vantað, tel ég hafa orðið undirstöðu talsverðs óþarfa misskilnings varðandi Matsveina- og veitingaþjónaskól- ann. Aðalmisskilningur þar um er, hvað hugsað var um þegar bygg- ing húsnæðis fyrir Matsveina- og veitingaþjónaskólann var fyrir- huguð. Átti þar að vera iðn- fræðsluskóli að einhverju leyti fyrir matreiðslu- og framleiðslu- menn, eða skóli fyrir matsveina á fiskiskipum og flutningaskip- um, eða eitthvað þar á milli, þar ofar eða þar neðar, eða eitthvað? Sumir telja, að það hefði átt að reka í sambandi við skólann mötu- neyti fyrir nemendur hinna ýmsu skóla innan Sjómannaskólans. (Eg vil taka fram, að þegar ég hér á eftir tala um Sjómanna- skólann, á ég við bygginguna og sameiginlegar þarfir allra skóla innan hennar). Ég efa ekki nú, að það mun hafa verið hugmynd byggingar- nefndarinnar, að í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum yrði rek- ið mötuneyti fyrir nemendur Sjó- mannaskólans, og sú hugmynd hafi verið ofarlega hjá nefndinni, þegar húsakynni voru til umræðu og útdeiling milli hinna ýmsu skóla, og þegar ákvörðun var tek- in um hvaða húspláss hver fyrir sig fengi. Og að borðsalur á 1. hæð, út frá eldhúsi, væri fyrir- hugaður Sjómannaskólanemum, en þessum sal var ráðstafað í þarfir Matsveina- og veitinga- þjónaskólans á annan hátt. Ég leyfi mér að lýsa yfir furðu minni á, hvernig byggingarnefnd leyfði sér að sniðganga okkur í Matsveina- og veitingaþjónafé- lagi Islands á þeim tíma, þegar við, fullir áhuga, reyndum eftir öllum hugsanlegum leiðum að kynna okkur þetta mál innan byggingarinnar. Og þrátt fyrir að blöð og út- varp fóru að birta frá okkur á- lyktanir um þetta efni, og allar Rœtt um að breyta yfirstjórn Sjómannaskólabyggingarinnar og starfrœkslu mötuneytis þar. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.