Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 23
okkar fórnfúsu tilraunir, voru dyr nefndarinnar aldrei okkur opnar. Hvort nefndin hafi af á- settu ráði ekki viljað hleypa okk- ur inn fyrir sínar dyr, skal ósagt látið. En orsök alls misskilnings síðar hér um, verður að setja á reikning byggingarnefndarinnar, sem höfuðábyrgum aðila. Frv. að lögum um Matsveina- og veitingaþjónaskóla var lagt fram að Emil Jónssyni, þáver- andi ráðherra þessara mála, í neðri deild 30. október 1946. — Þetta frv. var ekki samið af okk- ur í Matsveina- og veitingaþjóna- félaginu, en eftir því sem virðist af greinargerð frv. mun FFSl hafa samið frv. að einhverju leyti, og þá með vitund bygg- ingarnefndarinnar. Varðandi þetta margumtalaða mötuneyti vil ég benda á, að samkv. frv. eins og það var lagt fram, var ekki minnst einu orði á að reka skuli í sambandi við Matsveina- og veitingaþjónaskól- ann mötuneyti, og kom ekki fram í meðferð frv. gegnum neðri deild, en í seinni deildinni, efri deild, segir í nefndaráliti hlutað- eigandi þingnefndar m.a. þetta: ,,Þá þótti nefndinni rétf, að lögin heimili ríkisstjórninni að láta starfrækja mötuneyti og matsölu í sambandi viö skólann. — Yrói þeirri stofnun aö sjálfsögðu veitt meistararéttindi samkvæmt iön- fræöslulöggjöfinni, og sá \tími, sem nemendur störfuöu þar því reiknaöur sem námstími á sama hátt og á öörum veitingastöðum.“ Við 2. umræðu í efri deild var svo sett heimildarákvæði í frv. um rekstur mötuneytis á framan- greindan hátt, eins og þingnefnd lagði til. — Meðal þingnefndar- manna var Sigurjón Á. Ólafsson, sem mun hafa átt sæti í bygg- ingarnefnd, og gerði hann ekki neinn fyrirvara fyrir atkvæði sínu, heldur gerðist hann með- flutningsmaður þess, að heimilt væri að reka mötuneyti í sam- bandi við skólann, en ekki skylda, því síður, að það yrði skilyrði. — Við eina umræðu í neðri deild, VfKINGUR BöSvar Steinþórsson. eftir að báðar þingdeildir höfðu fullrætt frv. við 3. umr. hvor, felldi neðri deild þetta heimildar- ákvæði úr frv. samkv. tillögu þing- nefndar þeirrar deildar, og setti ekki eitt orð í staðinn í frv. varð- andi þetta mötuneyti. f umræðum við þessa einu umræðu í neðri deild kom fram í ræðu nefndar- formanns, Sigurðar Kristjáns- sonar, 5. þingmanns Reykvík- inga, að sér fyndist allir skólar innan Sjómannaskólans ættu að koma sér upp sameiginlegu fé- lagsmötuneyti fyrir sig, nemend- ur ættu að kjósa sér stjórn fyrir mötuneytið, en stjórn þessi léti nemendur greiða fæðið eins og það kostaði, þegar það væri gert upp á vorin. — Endanleg af- greiðsla á frv. varðandi þetta mötuneyti var, að sett var í frv. ákvæði um að heimilt væri að reka mötuneyti í sambandi við Matsveina- og veitingaþjóna- skólann, en ekki séð, að í gegnum meðferð frv. á Alþingi að til ann- ars hefði verið ætlast, varðandi þetta mötuneyti. Ekki verður séð á skjölum þessu frv. viðkomandi, hvort FFSf eða byggingarnefnd, eða aðrir en Matsveina- og veitinga- þjónafélagið ásamt skólastjóra Stýrimannaskólans hafi nokkuð lagt til málanna varðandi það, eða sýnt því áhuga meðan frv. gekk gegnum Alþingi, en meðf erð þess varð ströng, því það hafnaði hjá Sameinuðu þingi, sem er sjaldgæft með lagafrv., en slíkt kemur ekki fyrir nema þegar deildir Alþingis ná ekki endum saman. Það átti sér stað með þetta frv. Til eru þeir sem leyft hafa sér að bera mér og meðstarfsmönnum mínum, sem og stéttarfélögum á brýn óheilindi og jafnvel svik í sambandi við þetta mötuneyti. ÞVÍ SPYR EG. Hvar var byggingar- nefndin stödd veturinn 1946— 1947? Svaf hún? — Hvar var nefndin þegar sveinspróf fór fram í matreiðslu og framreiðslu í húsakynnum skólans haustið 1949, þegar ég hélt ræðu ásamt núverandi formanni Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, Lúðvík Hjálmtýrssyni, þar sem við Lúðvík ræddum um nauðsyn þess að skólinn tæki hið allra fyrsta til starfa, og færðum við þar fram sterk rök fyrir sjónar- miðum okkar. Þar talaði hlutað- eigandi ráðherra, sem skildi nauð- syn þess að skólinn tæki hið fyrsta til starfa og hefði starfsemi skól- ans hafist skömmu seinna, ef stjórnartíð þess ráðherra hefði ekki endað nokkrum vikum eftir þetta hóf. Ekki heyrðist nein rödd, sem benti okkur á hug byggingar- nefndarinnar fyrr en löngu seinna, og var Matsveina- og veit- ingaþjónaskólinn þá búinn að starfa í nokkur ár, og sanna nauð- syn sína. Svik af okkar hendi er því ekki til að dreifa, því við, bæði í ræðu og riti, ræddum um málefni skólans með festu og drengskap, við drógum aldrei undan, en byggingarnefndin, með þögn sinni eða svefni dró okkur um sína hluti. NIÐURLAGSORÐ: Að lokum vil ég gera að tillögu minni, að skipuð verði Hússtjórn Sjómannaskólans, og skal hús- stjórnin skipuð eftir tilnefningu skólanefndaþeirra skóla er starfa innan Sjómannaskólans, einn fulltrúi tilnefndur frá hverri skólanefnd fyrir sig. Auk þess 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.