Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Page 27
SíldarleitarskipiÖ Árni Friðriksson sjósett * Avarpsorð Egyerts G. Þorsteinssonar ráðherra, flutt í Lovestoft 1. marz 1967 Heiðruðu gestgjafar, góðir gestir! Ég fagna því af heilum hug að fá tækifæri til að vera viðstaddur þann merkisatburð í f iskveiðimál- um þjóðar minnar, sem hér hefur átt sér stað í dag. Sjósetning fyrsta skipsins, sem sérstaklega er smíðað fyrir vís- indamenn okkar í sj ávarútvegi, markar vissulega tímamót í sögu þjóðar, sem á afkomu sína að stærstum hluta, undir veiði og vinnslu sjávarafla, eins og raun er á um íslendinga. Síldarafli undanfarinna ára, hefur verið ein styrkasta stoð í aflamagni og verðmæti fyrir ís- lenzkt efnahagslíf, og fjáröflun til smíði þessa skips varð af þeim ástæðum möguleg að sjómenn, út- gerðarmenn og vinnslustöðvar buðust til að greiða ákveðið gjald af síldarafla er nota skal til greiðslu á andvirði skipsins, en ríkissjóður skal hinsvegar á- byrgjast greiðslur á réttumgjald- dögum. Fyrrgreindir aðilar vilja með þessum hætti sýna í verki vilja sinn til að búa vísindamönnum okkar á þessu sviði þá aðstöðu, að þeir geti gegnt hlutverki sínu á sem beztan og raunhæfastan hátt, landi og þjóð til heilla. — Sú reynsla, sem þegar er fengin af störfum þeirra, er því undir- staðan að fjárframlögum og þar með byggingu skipsins. Ekki verður á neinn einstakl- ing hallað þó sagt sé að sá vís- indamaður úr þessum hópi, sem fremst hefur nú á síðari tímum gengið og sannfært útgerðaraðila og eigendur vinnslustöðva um hagnýtt notagildi vísindanna í síldveiðum, er Jakob Jakobsson, fiskifræðingur. Smíði skipsins er því um leið viðui’kenning á störf- um Jakobs Jakobssonar. * * Vel fer á því að skip þetta hef- ur verið skírt ÁRNI FRIÐRIKS- SON, eftir hinum nýlátna fiski- fræðingi, sem Jakob hóf störf sín hjá og hefur verið lokið miklu lofsorði á störf hans á sama starfssviði. Árni Friðriksson hlaut alþjóða- viðurkenningu fyrir störf sín í þágu fiskirannsókna, sem sést af því að hann var framkvæmda- stj óri Alþj óða-hafrannsóknaráðs- ins í 11Y2 ár auk mikilvirkra starfa í heimalandi sínu áður, um áratugaskeið. * * Það er oftast meira rætt og rit- VÍKINGUR 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.