Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Qupperneq 2
by, undir stjórn Ted Little og Einars Olgeirssonar, bróður Þór- arins Olgeirssonar, eins kunn- asta togaraskipstjóra í Eng- landi um tugi ára. Með Einari og Páli tókst frá upphafi náið samstarf og vinátta. Var það mjög að líkum að Einar hafi fljótt fundið hvað í piltinum bjó af dugnaði og hæfileikum. Árin liðu og í hörðum skóla millistríðsáranna gekk Páll í gegnum þau stig reynslu og þekk- ingar, er krafizt var til skip- stjórnar á brezkum togurum, en sá tvíþætti skóli var sízt kröfu- minni en hér heima. Oft segir fátt af einum Is- lendingi í lífi og starfi erlendis. Ekki hvað sízt þegar hatrömm styrjöld geisar. I öndverðri síðustu heims- styrjöld var Páll Aðalsteinsson orðinn skipstjóri á brezkum togara. I þeim átökum komst nafn hans í heimsfréttir, en það var árið 1941, þegar hann lagði skipi sínu, sem orðið hafði fyrir árás úti fyrir Englandsströnd, að öðru sökkvandi skipi, festi taugar í það og hélt því marandi þar til tekizt hafði að bjarga áhöfninni, 17 manns, upp í skip sitt. „Ég ætla að bjarga þessum mönnum“. Þessi orð hans munu í minn- um höfð meðal sjómanna, því jafnvel á þessum tímum þótti þetta djarft afrek og var Páll sæmdur M. B. E. heiðursmerki frá brezku stjórninni. Páll sigldi áfram öll styrjald- arárin á brezkum togurum. Stundaði hann veiðar hér við land öll ófriðarárin og slapp giftusamlega gegnum allar hætt- ur, sem í leyni lágu á slíkum slóð- um, en þær voru taldar einna hættulegastar á N.-Atlantshafi. Árið 1947 var Páll skipstjóri á „King Sol“, einum stærsta og glæsilegasta togara frá Englandi í þá tíð. I marzmánuði það ár vann hann annað björgunarafrek, sem, enda þótt á friðartímum væri, þótti umtalsvert. Hann var að veiðum á Eld- eyjarbanka, þegar færeyska skútan „Havfruven" var í nauð- um stödd skammt þar frá; með vélarbilun á reki í vaxandi stormi og stórsjó. .Það var kl. 6 að morgni. Páli tókst að koma vírum á færeyska skipið og draga það undir Eiðið. Var þá brostið á ofsaveður. Kl. 9 um kvöldið slitnaði drátt- arvírinn. Var Havfruven þá um 20 metra undan Klettinum og ekki annað sýnna en hún ræki upp og brotnaði í spón, en fyrir snarræði og dirfsku tókst hon- um og skipshöfn hans, sem var að venju einvalalið, að bjarga skipi og áhöfn þess úr bráðri lífshættu. Þess má geta að stýrimaður hjá Páli var þá annar íslending- ur, Karl Sigurðsson, ættaður frá Hafnarfirði. Hann varð síðar skipstjóri á brezkum togurum og þótti mikill aflamaður. I mörg ár var Páll skipstjóri á togaranum Andanesi frá Grims- by. Það var mikið happaskip undir stjórn hans og skaraði fram úr að aflabrögðum, og var til þess tekið að hann gat ávallt valið sér úrvalsmenn í allar stöð- ur á skipi sínu. Árið 1962 lét Páll Aðalsteins- son af skipstjórn eftir 30 ára sjómennsku. Hann var þá í blóma lífsins, hálffimmtugur og hafði, eins og að líkum lætur unnið sér hald- mikið traust þeirra, sem fremst- ir stóðu í brezkri togaraútgerð, en hann hafði þá jafnframt sjó- mennskunni verið virkur þátt- takandi í stjórn Rinovia, sem ís- lenzkum sjómönnum og útgerð- armönnum er gamalkunnugt. Mörg og fjölþætt verkefni biðu Páls í landi. Kom brátt í ljós, að hann gjör- þekkti allt, sem að útgerð laut og átti manna auðveldast með að leysa flóknustu vandamál, bæði í markaðsmálum, útbúnaði skip- anna og ráðningu sjómanna. Hann varð einn af fram- kvæmdastjórum Boston Deep Sea Fisheries Ltd., en sú togaraút- gerð varð, með sameiningu fleiri fyrirtækja, sú stærsta og yfir- gripsmesta í Bretlandi og senni- lega í heimi. Spannaði starfsemi B. D. S. F. yfir flestar fiskiborgir á austur- strönd Bretlands. Páll hafði m. a. allan veg og vanda af allri erlendri umboðs- þjónustu og afgreiðslu þessa risa- fyrirtækis. Svo þekktur og virtur sem Páll var í starfi sínu meðal útlend- inga, munu íslenzkir sjómenn og útgerðarmenn eiga honum einna stærstu þakkarskuld að gjalda. Góður heimsborgari er ávallt sannur sonur sinnar ættjarðar. Hið mikla og margþætta starf, sem hann innti af höndum fyrir íslenzk útgerðarfélög og íslenzka sjómenn verður seint að fullu metið eða þakkað, kom þar hvar- vetna fram að þessir aðilar stóðu hjarta hans og huga næst, enda er þeirra eftirsjá mikil við frá- fall hans. Eftir að íslenzkir fiskibátar hófu fyrir nokkrum misserum að VlKINGUE 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.