Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 3
landa afla sínum í brezkum höfn- um, bættist á Pál, auk afgreiðslu íslenzku togaranna, mikið og vandasamt hlutverk. Ekki skoraðist hann undan því, þótt eðlilegt hefði mátt telja, svo störfum hlaðinn, sem hann var. Lagði hann sig jafnt fram þar, sem annarsstaðar, í smáatriðum jafnt sem stórum. Var ekki að ástæðulausu, að þegar í upphafi að bátarnir hófu að sigla með aflann báðu allir skipstjórarnir um fyrirgreiðslu Páls. Allir íslenzkir sjómenn þekktu hann, ef ekki persónulega, þá í gegnum starf hans. Páll Aðalsteinsson var maður mjög yfirlætislaus í fasi og allri framkomu. Hann vann sér traust við fyrstu viðkynningu, vegna persónu- leikans, sem hann bar. Hann var glaðlyndur að eðlis- fari og viðmót hans einkenndist af góðvilja og nærgætni. Hann virtist alltaf vera að hugsa um að gera annara hlut sem beztan og greiðvikni hans voru lítil takmörk sett. 1 þeim efnum gerði hann sér engan mannamun. 1 þau 40 ár, sem ég þekkti Pál bar okkar fundum oft saman, þó allt of sjaldan, að mér fannst. Það var ávallt mikil tilhlökkun bundin við að hitta hann; og, að mér fannst, ávinningur. Ég held, að enginn hafi nokkru sinni gengið af hans fundi öðru- vísi en með meiri eða minni þakklætiskennd í huga, þó ekki væri fyrir annað en að finna vin- gjarnlegt viðmót og kærkomin hollráð, sem hann átti í svo rík- um mæli. Páll Aðalsteinsson var kvænt- ur Svanhildi Guðmundsdóttur, Valdimars Jónssonar skipstjóra frá Bíldudal. Hún er systir Guð- nýjar ekkju Ágústs Ebenezers- sonar, sem látinn er fyrir nokkr- um árum, en hann var þekktur togaraskipstjóri frá Grimsby um áratugi. Svanhildur er glæsileg og góð kona, eins og hún á kyn til. Þótti hjónaband þeirra Páls mikið jafnræði, enda hamingju- samt. Eignuðust þau tvö börn, Sigríði 19 og Aðalstein 16 ára. Heimili þeirra að Humberston Court þótti fyrirmynd að glæsi- brag í hefðbundnum stíl, og gest- risni, innanlands sem utan. Eg og fjölskylda mín átti þar ávallt sönnum vinum að mæta og nutum þar margra gleði- stunda. En nú ríkir djúp sorg í þeim ranni. Mr. Parkes aðalforstjóri Boston Deep Sea fórust svo orð í blaðaviðtali eftir fráfall Páls. „Ég get ekki með orðum lýst hversu mikið áfall andlát hans er fyrir okkur. Þekking hans á starf- seminni var svo alhliða. Hann naut svo mikillar virðingar allra þeirra, sem störfuðu að útgerð- inni“. „Þeir, sem sakna hans mest munu vera skipstjórar og stýri- menn hjá félagi okkar. Þeim þótti öllum svo vænt um hann, bæði sem persónu og ráðgjafa um fiskveiðar. Hann skildi þá manna bezt“. Andlátsfregn Páls var sam- stundis tilkynnt öllum veiðiflota félagsins. Með svo snöggu fráfalli Páls Aðalsteinssonar, er nánustu ást- vinum hans; eiginkonu og tveim efnilegum börnum þeirra, búin mikil lífsreynsla. I harmi þeirra mun þeim, í framtíðinni, lýsa geisli endur- minninga af þeirri lífsmynd, er hann skóp þeim, svo og öllum, er þekktu hann og nutu mannkosta hans fram á síðustu stund. Islenzk sjómannastétt og þjóð- in öll harmar fráfall Páls Aðal- steinssonar. Ættjörðin kveður einn af sín- um mætustu sonum. VlKINGUR 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.