Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Síða 26
Af fjarlægum sltiöura Jón Steingrímsson. Feneyjar, 30. okt. 1970. Heill og sæll ritstjóri. Á sínum tíma var ég að hvetja aðra að hrista af sér slenið og skrifa eitthvað í blaðið okkar, en menn voru hálf tregir og ég er ekkert orðinn betri sjálfur. Að gefnu tilefni hripaði ég eftirfar- andi smágreinar: „Moggann nýjan á miðin“. Væri ekki vel til fallið að krydda svolítið hátíðahöldin á sjómannadaginn með kröfu- göngu ? Það er eflaust margt sem hetjur hafsins vanhagar um hina daga ársins. Mér var því að detta í hug, að fyrirsögn þessarar greinar gæti verið ein af kröfun- um Bráðum eru tíu ár liðin síðan „Víkingurinn“ birti grein eftir mig, þar sem ég var að lýsa „fac- simile-“ eða telefax tækjum, sem þau eru nú almennt kölluð og voru þá tiltölulega nýtilkomin. Þau hafa ekki enn náð neinni út- breiðslu að ráði hér í norðurálfu, en fyrir ári síðan voru Japanir komnir með þau í 2000 fiskiskip og um 1000 flutningaskip. Mér hafa líka borizt dagblöð að heim- an og ég sé að það er að komast skriður á endurnýjun og fjölg- un togaraflotans, þess vegna finnst mér að það sakaði ekki að 26 menn færu að athuga með þessi tæki, hvort þau geti ekki líka orð- ið Islendingum að gagni. Svo ég lýsi telefax lauslega aftur, þá eru það sjálfritandi eða myndandi tæki, sem sett eru í samband við venjulega góða skipamóttakara og skila veður- kortunum yfir viss svæði. Nú eru 50 stöðvar dreifðar víða um lönd, sem senda út oft á dag veðurkort af flestum höfum heims. Til þess að hafa full not af þeim þurfa menn auðvitað að kunna að lesa úr þeim. Það er fljótlært og geri ég ráð fyrir að það sé kennt í stýrimannaskólum og námskeið- um samtímis veðurfræðinni. Það er ekki svo lítið hagi'æði að geta séð fyrir um vindátt, sjólag, öldu- hæð og ísrek bæði fyrir farmenn og fiskimenn og gerir þeim jafn- vel kleift að sneiða hjá óveðrum. Telefax er eins konar ljósprent- un, sem skilar myndunum á þurr- um pappír. Þess vegna má einnig hæglega senda úrklippur úr dag- blöðum, það er ekki nauðsynlegt að senda auglýsingarnar til sjós, þótt sumum þyki mest varið í þær, þeir geta skoðað þær, þegar að landi kemur. Á þennan hátt kemur Mogginn í spilið og getur vart þægilegri fréttaþjónustu. I Japan er sérstök fréttastofa í sambandi við aðal fréttastofn- frá Jóni Steingrímssyni. unina, Kyodo Press. Þeir hafa gríðar sterka stöð fyrir telefax sendingar til skipanna. Sending- arnar nást jafnvel í Evrópu, t. d. hefur Raytheon skrifstofan í Kaupmannahöfn oft tekið á móti skýrum sendingum þaðan. Það er samt sérstofnun sem sendir til fiskiskipanna sem heitir Jiji New. Reytheon fyrirtækið, sem að- allega framleiðir vandaðar rat- sjár, framleiðir einnig telefax tæki til þess að tengja við mót- takara. Gerð JAX 21 AR er þó innbyggð í móttakara og kostar líka um $3000. Þar er sjálfvirk- ur mynda start og stopp rofi, sem vinnur stanzlaust. Það þarf ekki annað en að velja samband með takkakerfi, þá er myndstill- ingin sjálfvirk. Stöðin í landi sér um að setja allt í gang og engu þarf að kvíða, því að 60 m papp- írsrúlla fylgir. Mér er ekki kunnugt um hvað japönsku tækin kosta. Þau eru sjálfsagt mun ódýrari en þau amerísku, en nóg er af skelegg- um og snarborulegum bissnes- mönnum í Reykjavík, sem geta fljótlega veitt allar upplýsingar þar að lútandi. Mér kemur í hug vinur minn Venni frá Húsavík, sem nú er stassioneraður á Grandagarði og hefur útvegað iii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 111111111111111 m E Víkingur þakkar tilskrifið og hvatninguna svo og allar gömlu góðu grein- = E arnar. Vitað er um marga íslenzka sjómenn í förum á erlendum skipum. = E Blessaðir, miðlið okkur hér heima á Fróni einhverjum fróðleik um upp- = = lifelsi ykkar og nýjungar, sem bera fyrir augu. E E Sjómannablaðið Víkingur myndi mjög gjarnan vilja birta slíkar fréttir og E E þannig leitast við að tengja þjóðernisbönd okkar og félagsleg tengsl. •— Ö. S. j= fTllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllTl VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.