Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Page 50
Hjá fiskimönnum á Kolaskaga Á HINUM gríðarstóra hrein- dýrabúgarði „Túndra“ á Kola- skaga, en á honum er þriðji hluti allra hreindýra á skaganum, þ. e. um 40.000 dýr, er nokkur hópur fiskimanna. Þeir eru aðeins 11 að tölu, en þeir sjá ekki einungis stærsta þorpi héraðsins, Lovosero og þorpum þar í kring fyrir nýj- um og ísuðum fiski heldur senda þeir afganginn til vinnslu á fisk- vinnslustöð í Múrmansk. Tvö tonn af fiski á dag. Stærsti bær, sem byggður er af Löppum á Kolaskaganum, heit- ir sama nafni og vatnið sem hann stendur við, Lovosero, en það vatn er eitt af stærstu vötnum á Kolaskaga, yfirborð þess er 224,5 km2. Vatnið er auðugt af fiski en fiskimenn staðarins hafa um 30 ára skeið stundað veiðar á öðru minna vatni, Seidosero, sem ligg- ur þar skammt frá. Þetta er afar skiljanlegt, þeir kjósa heldur að stunda veiðar á minna vatninu, sem er ennþá auðugra af fiski, heldur en á hinu stóra, djúpa og oft á tíðum úfna Lovosero, en þar er aðeins hægt að gera út á stór- um bátum. Seidoséro-vatnið nær yfir 20 kílómetra svæði og er umlukið skógi vöxnum hæðum. Niðri við vatnið standa þrjú timburhús. Eitt þeirra er íbúðarhús fiski- mannanna, annað baðhús en hið þriðja er íshús og birgðageymsla. Þetta er aðsetur fiskimannanna frá búgarðinum „Túndra“. Þeir eru ellefu talsins og veiða hér allt árið. En þeir eru ekki slitnir úr tengslum við heimili sitt. Þeir taka alltaf öðru hvoru frídag í Lovoséro. Allir stunda þeir veiðarnar nema Stefán Kírílof, en hann er 63 ára að aldri og eldar ofan í hópinn og sér um heimilisstörf- in. Veiðarnar eru stundaðar á þrem mótorbátum með 25 hest- afla vélum. Venjulega eru netin lögð tvisvar á dag, kvöld og morgna: lögð eru þrjú nylon-net 300 metrar að lengd með 30 mm. möskvastærð. í einni lögn, en hún stendur í 2—3 klst., veiða þeir milli 300 og 400 kg. af fiski. Þetta er aðallega silungstegundin „sig“, sem vegur 0,5—2 kg. en um það bil 20% af veiðinni er urriði. Samyrkjubúið sér fiskimönn- unum fyrir bátum og veiðarfær- um, benzíni, hlífðarfatnaði og útvarpstæki, sem þeir hlusta á veðurfregnir í. Á þessu ári hefur samyrkjubúið byggt nýtt bað- hús og hesthús handa fiskimönn- unum. Þeir þurfa nauðsynlega á hestum að halda til að koma veið- inni frá vatninu í íshúsið. Sér- staklega eru hrossin nauðsynleg að vetrarlagi, þegar erfitt er að koma við bílum vegna frosta og fannfergis. Þegar veiðin hefur verið tekin úr netunum, er farið með hana í íshúsið. Þar er fiskurinn flokk- aður og settur í 30 kg. kassa og síðan ísaður. Daglega er fiskur- inn síðan fluttur að bökkum Lo- voséra, en þangað kemur mótor- bátur eftir honum frá þorpinu. Hluti fisksins fer síðan í verzlan- ir, matsölustaði og veitingahús í þorpinu Lovoséra og einnig er hann fluttur flugleiðis í nærliggj- andi þorp. Afganginn flytjá svo flutningabílar með kæliútbúnaði til fiskiðjuversins í Múrmansk. Árið um kring er farið til veiða á Seidosera, og yfir veturinn er þetta mjög miklum erfiðleikum bundið. Vegna veiðanna er þá nauðsynlegt að opna nokkurn hluta vatnsins og gæta þess, að þar frjósi ekki aftur. f þessar vakir eru síðan netin lögð. Sér- Fiskimenn frá samyrkjubúinu Túndra hafa um 25 ára skeið veitt ýmsar teg- undir silungs í Seidosero. fræðingar frá Haf- og fiskifræði- stofnuninni í Múrmansk hönn- uðu fyrir fiskimennina sérstaka tegund af borum til að gera vak- ir á ísinn með. Með slíku tæki er hægt að gera vök í ís, sem er allt að hálfur metri á þykkt. Fiski- mennirnir hafa undir höndum tvö slík tæki og með þeim er hægt að gera hæfilega stóra vök til að leggja netin í á 40 mín. Meðalaldur fiskimannanna er 45—50 ár. Þeir hafa næstum allir stundað veiðar á Seidcsera meir en 15 ár. Yngstur fiskimann- anna er Vanja Danilof. Hann er átján ára gamall. Faðir hans og frændi eru einnig í hópnum. Vanja stundar þessar veiðar að- eins yfir sumarmánuðina. Eftir að hann lauk skyldunámi hóf hann nám í Fiskiðnskólanurn í Arkangelsk. Hann stundar þar nú nám í þriðja bekk og í framtíð- inni ætlar hann að verða fisk- vinnslufræðingur. Fiskimennirnir hér hafa 300— 350 rúblur á mánuði í laun. Þeir fá sérstaka uppbót á laun sem nemur 40% fyrir að vinna á svo norðlægum slóðum og 10% kaup- hækkun fyrir hvert hálft ár, sem VlKINGUR 234

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.