Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 6
menn hafa tekið upp innborgun-
arkerfi. Sá sem vill kaupa saltfisk í
Brasilíu verður að borga andvirðið
inn í banka heilu ári áður en hann
fær fiskinn og féð liggur bundið
vaxtalaust í eitt ár og verður
síðan að leggja vextina á fiskinn,
en þetta verður auðvitað til þess að
svo til ekkert er keypt. Innflytj-
endur ráða bókstaflega ekki við
þessa lögskipuðu viðskiptaaðferð.
Sama máli gegnir raunverulega
með Spán. Þar hafa verið settir á
geysilega háir innflutningstollar
og tregða er á innflutningsleyfum.
Þetta veldur örðugleikum i bili
a.m.k.
Sæpnskir útgerðarmenn telja sig
geta séð fyrir þörfum fisk-
markaðarins á saltfiski, sem þó er
alveg út í hött.
— Hver er hlutur saltfisks í
þjóðarframleiðslunni og þá fisk-
framleiðslunni?
—- Það er auðvitað breytilegt frá
ári til árs. Árið 1961 var fiskur,
aðallega ísfiskur, skreið, hraðfryst-
ur og saltaður fiskur um og yfir
90% af útflutningsverðmætum
þjóðarinnar. Þetta er einsog áður
sagði dálítið breytilegt, en sjávar-
afurðir voru rúmlega 80% af út-
flutningsverðmætinu á seinasta
ári.
Freðfiskur er talinn vera um
24% árið 1961, en saltfiskur þá um
15% af útflutningstekjum sjávar-
útvegsins. Árið 1975 er taliö að
frystur fiskur hafi verið um 34%
útflutningstekna sjávarútvegsins,
en saltfiskur þá rúmlega 21%. Ef
bolfiskur er hinsvegar tekinn sér-
staklega, þá er saltfiskurinn með
28% af útflutningstekjunum af
honum.
— Þú hefur látið þess getið að
saltfiskframleiðsla sé forn at-
vinnugrein.
— Já. Saltfiskframleiðsla er forn
atvinnugrein á íslandi, þótt vita-
skuld sé skreiðarverkun eldri. Salt-
fiskurinn á sögu að rekja til 18.
aldar. íslendingar voru þó dálítið
seinir að komast upp á lagið með
saltfiskverkun, en á seinustu öld
var þessi atvinnugrein komin í
ágætt horf.
Fyrstu tilraunir með fisksöltun
hér tókust illa, en svo lærðu menn
smám saman á þetta og má því
segja að íslendingar búi við alda-
langa hefð í framleiðslu á saltfiski.
Þarna er ekki einvörðungu átt við
saltaðan fisk, heldur vaskaðan fisk
og sólþurrkaðan. Þessi fiskur var
seldur á mörkuðum í hefðbundn-
um viðskiptalöndum, Spáni og
öðrum Miðjarðarhafslöndum og
mjög snemma til Suður- og mið
Ameríku líka. Það er raunar
merkilegt hvað þessir gömlu fisk-
kaupmenn höfðu sambönd víða ef
tillit er tekið til samgangna á þess-
um tíma.
Fiskverkun í Grindavík
fyrr á tímum
— Svo vikið sé að öðru. Nú
manst þú til vinnubragða og fisk-
verkunar í Grindavík einsog þau
voru í gamla daga. Hvernig var
staðið að fiskveiðum og saltfisk-
verkun þar fyrst þegar þú manst
eftir þér?
— Þegar ég man fyrst eftir at-
vinnulífinu og fiskverkun í
Grindavík er ekki fyrr en svona
kringum 1924, er ég var fimm ára
gamall. Eg varð líka þátttakandi í
þessu einsog önnur börn með smá-
um höndum og var byrjaður að
bauka í fiski fyrir 1930. Á þessum
árum, eða eftir 1920 þá eru það
yfirleitt tveir og þrír menn, sem
eiga saman skip og þeir tóku til sín
„útgerðarmenn“ en það voru
vinnumenn og smábændur ofan úr
sveitum. Þeir. voru nefndir „út-
gerðarmenn“, því þeir voru gerðir
út í verið frá sveitaheimiiunum.
Þaðan er útgerðarmannsnafnið
komið.
— Fyrir mitt minni voru litlar
verbúðir fyrir þessa menn við
flesta bæina í Grindavík. Þeir
höfðu með sér matvæli og sáu
sjálfir um að fæða sig með heima-
fengu nesti og soðningu, sem soðin
var fyrir þá af aflanum. Þegar ég
man eftir mér var þessi siður þó
aflagður og „útgerðarmennirnir“
bjuggu á heimilunum einsog
annað heimilisfólk.
Heima hjá okkur bjuggu þetta
þrír og fjórir sjómenn yfir vertíðina
og settu svip á bæinn.
Landmenn á Björgvin 1937. Þeir eru talið frá vinstri, Kristján Bender, Þorgelr
Þorleifsson, Haraldur Teitsson frá Hvammstanga, Árni Rögnvaldsson frá
Sauðárkróki, Gunnar frá Guttormshaga, (bróðir Guðmundar Daníelssonar
rithöfundar) og Þorvaldur Klemensson bóndi og formaður á Járngerðarstöð-
um.
190
VÍKINGUR