Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Blaðsíða 23
mjölsverksmiðjurnar hafa vegna lánsfjárskorts dregist stórlega aftur úr tæknilega, og borga margfalt orkuverð á við aðra stóriðju í landinu. Það má telja að 3 manneldisaf- urðir hafi þegar farið í gegnum tvö fyrstu stig vöruþróunarferilsins þ.e. rannsóknastofuna og til- raunaverksmiðjuna með tilsvar- andi fyrstu markaðsleit. Þessar vörutegundir eru: Kolmunna- skreið, marningur (hakk) úr kol- munnaflökum og súpukraftur úr spærlingi. Kolmunnaskreið Kolmunnaskreiðin er einfald- asta afurðin. Hausskorinn og slóg- dreginn kolmunni sem jafnvel má verka með höndunum, er þurrk- aður i loftblæstri t.d. saltfisk- þurrkklefum, eða jafnvel bara á vírnetum úti, pakkað í vírbundna pappakassa eða striga og seldur til Nígeríu fyrir verð sem er aðeins lægra en lægsti verðflokkur á skreið sem seld er þangað núna. Smáatriðum í sambandi við fram- leiðslutilraunirnar hefur verið lýst áður (Tæknitíðindi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins Nr. 72, 13. febr. 1976 og Nr. 52, 11. sept. 1974). Frumkönnun á markaði fyrir kolmunnaskreið í Nígeríu sem Samlag skreiðarframleiðenda annaðist nú í vetur, gaf mjög já- kvæðar niðurstöður. Umboðsmað- ur skreiðarsamlagsins býður ákveðið verð, að vísu ekki mjög hátt til að byrja með og er reiðu- búinn til að hefja innflutning á kolmunnaskreiðinni. Hér stöndum við að því er virðist frammi fyrir dæmigerðri ákvörðun um þriðja stig vöruþróunar. Þó er áhættan öllu minni en venjulegt er við þær aðstæður, vegna þess að kaupand- inn í Nígeríu mun greiða fyrir af- urðirnar og við þurfum ekki að standa í auglýsinga- eða söluher- ferð. Áhættan hjá okkur er fólgin í þvi að hráefnisverð verði of hátt, VÍKINGUR þ.e. veiðikostnaður of mikill. Hvort sem hráefnisverðið þarf að vera hátt eða ekki er það að sjálf- sögðu keppikefli að halda vinnslu- kostnaði í lágmarki, þ.e. finna hag- kvæmustu vinnsluaðferðirnar með tilheyrandi vélbúnaði. Að þessu ætlar Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarin að vinna nú í sumar og framvegis eftir þvi sem með þarf og fjárhagsleg geta leyfir. Áður var sagt að það má framleiða kol- munnaskreið með hefðbundnum aðferðum og þeim búnaði sem þegar er fyrir hendi, eða notkun véla við einstök vinnslustig. Það er eftir að athuga möguleikana á að vélvæða sem flesta þætti þessarar framleiðslu, endurbæta þurrkun- araðferðir, gera fullkomnari arð- semisútreikninga og margt fleira þarf að athuga sem stuðlað gæti að hámarks hagkvæmni. Hraðfrystur marningur Kolmunnamarningurinn er að mörgu leyti á svipuðu vöruþróun- arstigi og skreiðin. Fremur lítið magn var framleitt í tilraunaskyni og sent íslensku verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Hafa forstöðu- menn þeirra sent mjög jákvæðar umsagnir og eru reiðubúnir til að taka við verulegu magni, 50—100 tonnum á ákveðnu verði, sem þó er heldur lægra en nú fæst fyrir þorskmarning. Aðferðum við þessa vinnslu hefur einnig verið lýst áð- ur, en eins og við skreiðarverkun- ina eru ýmis atriði í sambandi við vinnsluna sem eftir er að athuga nánar, geymsluþol marningsins svo og að gera fullkomnari arð- semisútreikninga, einkum með til- liti til ákvörðunar á hráefnisverði. Það felst örugglega viss fjár- magnsáhætta í því að reyna að selja þessa vöru á Bandaríkja- markaði, en Coldwater Seafood og Iceland Products virðast vera reiðubúin að taka hana á sig á sama hátt og skreiðarinnflytjand- inn í Nígeríu. Okkar áhætta er hér eins og áður að mestu fólgin í af- komu veiðanna, en þó þarfnast marningsvinnslan líklega mun meiri fjárfestingar í vélbúnaði en skreiðarverkunin. Þess ber þó að geta að dýrasti vélbúnaðurinn hentar prýðilega til síldarvinnslu. Súpukraftur Fisksúpukrafturinn úr spærlingi er að sumu leyti styttra kominn á vöruþróunarferlinum en áður- nefndar tvær vörutegundir. Rannsóknastofnunin hefur þó í samvinnu við Hval h.f. í Hvalfirði, Það er m.a. verkefni hafrannsóknaskipanna að finna nýjar fiskitegundir, sem nýta má meðan síldar- og þorskstofninn er að rétta við. Myndin sýnir flota ísl. hafrannsóknaskipa. Merkilegar veiðitilraunir eru ein af forsend- um „nýrra“ fisktegunda, og vísindamenn í landi verða síðan að skipu- ieggja vinnslu og gera nýja vörutegund. 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.