Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 13
Fyrst er fiskurinn vigtaður á bíl og í verkunarstöðinni er kominn svipaður búnaður og í hraðfrysti- húsunum. Færibönd eru i gólfum og lyftistigi, sem lyftir honum í eðlilega hæð til vinnu. Fyrst fer fiskurinn í hausunarvél. Þaðan fer hann að borðum sem fólk stendur við. Þessi borð eru úr áli einsog flest önnur vinnuborð. Þetta fólk slægir fiskinn. Þaðan fer slógið á böndum að aðskilnaðarborði, þar sem hrogn, lifur og slóg er aðskilið. Lifur, hrogn og bein fara í sérstaka kassa, þar sem unnt er að sturta á bíla sem aka því síðan í fiskimjöls- verksmiðjuna. Hrognin fara í geymslu og eru annaðhvort söltuð eða fryst eftir atvikum. — Af fiskinum er hinsvegar það að segja að hann fer á bandi að flatningsvél. Þar, er maður sem kann tökin á vélinni. Fiskurinn er allur vélflattur. Þaðan fer hann i uppvöskunarkistu, sem nú er einnig sérstök vél. Þar er fiskurinn þveginn. Þaðan kemur hann beint á grindur úr áli. Þar eru fyrir menn sem pækilsalta hann í sérstök kör. Þarna er salti stráð í fiskinn eðli- lega einsog þarf í pækilsöltun. Síðan þegar karið er orðið fullt, en það tekur fisk sem var 1400 kg upp úr sjó. Er það fjarlægt með gaffal- lyftara. Kerjunum er staflað upp í og 4 hæðir inni i húsunum. Þarna liggur fiskurinn svo í pæklinum 3—4 daga, eða kannske lengur. Þá er hann tekinn upp og honum staflað í stæður á gólfinu. Saltað er á nýjan leik. Siðan er fiskinum umstaflað að 10 dögum liðnum í þriðja sinn. Að sex vikum liðnum er fiskurinn orðinn nægjanlega staðinn og er þá tilbúinn til mats og til útflutnings. Það eru sérstakir matsmenn á stöðvunum og þeir meta fiskinn. Metið er í gæða- flokka og tvo stærðarflokka, því þetta er yfirleitt stórfiskur hjá okkur. Við matið er reynt að stilla svo til að fiskurinn svari einnig til þeirrar kröfu sem gerð er í hverju landi, en neytendur hafa misjafn- an smekk. Standa framarlega í tækni Sumt af þessum fiski fer síðan beint á erlendan markað, en annað fer í þurrk, en við höfum sérstaka þurrkklefa til þerris á saltfiski. Aður var þurrkað úti á reitum, en nú er þetta allt komið inn í hús. Við hitum þurrkklefana með olíu- kyndingu en þegar hitaveitan kemur mun hún leysa olíuna af hólmi hjá okkur og fleirum. Við höfum tekið 400-500 tonn á ári og þurrkað í stöðinni hjá okkur. Þetta er gert á 800 fermetra plássi á efri hæð hússins. — Hvað með mannskap og tæknina? — Við gerum erfiðustu verkin í vélum. Höfum tekið þau af mannshöndinni, svo sem hausun, flatningu og flutninga innanhúss og utan. Gildi mannshandarinnar er þó ekki úr sögunni. Ef við höfum gott starfslið, erum við tryggir með að fá góða vöru, annars ekki. — Vélarnar spara hinsvegar vinnuafl. Áður en tæknin komst í það horf sem hún er núna þá þurfti maður að hafa 34—35 menn til þess að vinna svipað magn og við vinnum núna með 20-22 mönnum. Þetta er árangurinn af tækni- væðingu, því saltfiskverkunin Tómas Þorvaldsson og Jón Árnason, verkstjóri kanna astandiö og finna að það er harla gott. Veriö er að þurrka salt* fisk til útfiutnings, en hluti aflans er verkaður í þurrk fyrirákveðin markaðssvæði þarsem blautfiskurer minna eftirsóttur. Viðskiptahömlur hafa þó undanfarið leikið fiskþurrkunina grátt. Innborgunarskylda í Brasilíu vegur þarþyngst. VÍKINGUR 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.