Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Síða 7
___________________________________ VÍKINGUR
Albert Ólafsson HF 39:
ríkissaksóknari að ljúka athugun á málinu
Sigurjón Magnús Egilsson
Ríkissaksóknara hefur verið falið að
athuga hvort ástæða sé til opinberrar
rannsóknar vegna meints skjalafals
átgerðar Alberts Ólafssonar HF 39,
áður KE 39. Það er að beiðni Sjó-
mannasambandsins sem saksóknari
hefur málið til meðferðar. Ástæða
þess að leitað er til ríkissaksóknara er
su að fyrir liggur að útgerðin gaf ekki
UPP rétt söluverð á lönduðuni afla.
Pyrir liggur að gögn frá Fiskmarkaði
^afnarfjarðar sýna að útgerðin lét
áhöfnina ekki hafa rétt gögn við
fppgjör. Það sést á samanburði við
uPpgjör til áhafnarinnar. Beiðnin um
rannsóknina nær einungis til júlímán-
uðar í fyrra. Það segir ekkert um það
Sem gerst hefur eftir þann tíma.
Samkvæmt upplýsingum Braga Stein-
arssonar vararíkissaksóknara sendi
embætti saksóknara málið til sjá-
varútvegsráðuneytisins til umsagnar.
^fagi Steinarsson segir málið komið
Ur ráðuneytinu og stutt sé þar til
embættið afgreiði það frá sér. Þegar
^ragi var spurður hvers vegna málinu
hefði verið vísað til ráðuneytisins
Svaraði hann því til að slíkt væri oft
gert.
Það er sama á hvaða veg embætti
saksóknara afgreiðir málið, það kem-
Ur ekki í veg fyrir að farið verði með
Þetta kvótabrasksmál fyrir almenna
dómstóla.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
skeikar um 29 þúsund krónum á laun-
um háseta í júlí frá því sem honum bar
að fá fyrir það verð sem greitt var fyrir
aflann og á því verði sem lesa mátti út
úr þeim gögnum sem útgerðin fram-
vísaði.
Deilan um helgarfríin
Það er ekki langt síðan Albert Ólafs-
son HF, þá KE 39, var í fréttum þar
sem skipstjórinn á bátnum neitaði
áhöfninni um lögbundið helgarfrí. Þá
var fimm mönnum sagt upp störfum á
bátnum, þar sem hann lá við bryggju á
Djúpavogi. Þrír mannanna neituðu að
vinna uppsagnarfrestinn en skipstjór-
inn vísaði tveimur mönnum frá borði.
Þeir hafa ekki fengið greidd laun í
uppsagnarfresti og hafa ákveðið að
sækja þau laun í gegnurn dómstóla.
Að beiðni útgerðarinnar var haldið
sjópróf vegna þessa máls.
Fluttu útgerðina frá
Keflavík til Hafnarfjarðar
Það er nánast sama við hvern er
talað, allir virðast sammála um að sér-
staklega erfitt sé að eiga samskipti við
útgerð Alberts Ólafssonar. Báturinn
hefur verið gerður út frá Keflavík, en
ekki alls fyrir löngu ákvað útgerðin að
flytja sig til og varð Hafnarfjörður
fyrir valinu.
Beztablaðið í Keflavík átti í desem-
ber 1993 viðtal við útgerðarmennina,
hjónin Hrönn Torfadóttur og Óskar
Ingibergsson, og skipstjórann, Karl
Óskarsson, en hann er sonur hjón-
anna. Þar svara þau því hvers vegna
þau ákváðu að flytja útgerðina frá
Keflavík. Það er Óskar sem segir
eftirfarandi:
„Eg vil láta fylgja þessu að ég vara
útgerðarmenn við að koma með skip
sín hingað lil Keflavíkur á meðan
þessi verkalýðsforysta er við völd.“
Þá er Óskar spurður hvort þau séu
flutt með útgerðina frá Keflavík.
Óskar svarar:
„Já, við erum flutt burt, löndum í
Hafnarfirði, en erum ekki búin að
umskrá bátinn ennþá, en það getur
farið svo að við gerum það og við
komum ekki til baka með skipið.“ Því
má bæta við að eftir að viðtalið fór
fram hefur báturinn verið umskráður
og Hafnarfjörður er nú heimahöfn
Alberts Ólafssonar.
Blaðamaður Beztablaðsins spurði
hvað þau græddu á flutningunum til
Hafnarfjarðar, þar giltu jú sömu sam-
ningar og í Keflavík. Hrönn svarar:
„Kristján Gunnarsson ræður engu í
Hafnarfirði." Kristján Gunnarsson er
formaður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur og nágrennis. Karl
skipstjóri bætti við:
„Við erum ekkert í stríði við
verkalýðshreyfinguna, þetta snýst
bara um persónuna Kristján Gunnars-
son. Hann þarf ekkert að haga sér
svona.“
7