Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Page 14
VÍKINGUR
Bræludagar
Oveðursdag í febrúar hringdi Sjómannalaðið Víkingur
um borð í nokkra báta og skip og tók þann sem svaraði tali.
Hér á eftir fara viðtölin
Baldur Kristinsson,
skipstjóri á
Rifsnesi SH 44:
Við erum meðal
þeirra örfáu sem
róa með bala
Á Rifsnesinu SH 44 frá Rifi voru
þeir að draga á línu á Breiðafirði
þegar hringt var um borð. Baldur
skipstjóri Kristinsson svaraði í
símann.
„Það gengur mjög ilia, við erum
með fast verð fyrir fiskinn og fiskum
bara okkar kvóta og erum því ekki í
neinu kvótabraski. Við erum sex um
borð og sex í landi, við erum á bala—
bát, einir af þessum örfáu geirfuglum
sem ennþá halda sig við að róa með
balana. Þetta er búið að vera mjög
dapurt eftir verkfallið, það kom
smáreytingur fyrstu tíu dagana, en
síðan hefur þetta verið alveg dautt.
Við bíðum eftir loðnunni og vonumst
til að geta farið á netin í kjölfarið á
henni. Það er samkeppni um loðnuna
því hún laðar að annan fisk. Annars
veit ég ekki hvað það gengur miklu
lengur að gera út á balabát, samkepp-
nin við vélabátana er orðin það mikil
að það er orðið erfitt að komast að.
Það stefnir allt í að sjómennskan verði
ómanneskjulegri og það er sífellt
meira lagt á áhafnir bátanna. Bala-
veiðarnar eru þægilegar að því leyti
að við getum lagt á nóttunni og dregið
að morgni og farið í land að sofa. Á
vélabátunum verða menn að vera úti
þetta frá hálfum mánuði upp í þrjár
vikur. Annars erum við heppnir með
það að hér er stutt á miðin og það gerir
túrana styttri hjá okkur sem búum við
Fjörðinn, en auðvitað er eitthvað af
aðkomubátum sem hafa lengra heim
að sækja, það eru samt aðallega trillur
sem landa hérna á mörkuðunum,“
sagði Baldur Kristinsson þegar rætt
var við hann hálfgerðan óveðursdag í
febrúar.
Jóhann á Andvara
VE 100:
Steikur upp
á hvern dag
Það er leiðindaveður um land allt.
Blaðamaður á Víkingnum hringir um
borð í Andvara VE 100. Jóhann svarar
og byrjar á að segja að hann sé lítið
ánægður með tíðina. „Við erum að
eltast við rækju í Skagafjarðardýpi en
hún hefur ekkert sýnt sig af viti. Þetta
hefur verið hálfgerður eltingaleikur,
sumir eru heppnir en aðrir óheppnir.
Annars er ágætisveður núna og við
erum ekki á leið í land, að minnsta
kosti ekki strax. Við eigum að landa
25. febrúar á Akureyri og þangað til
höldum við áfram að leita. Það eru
þrettán manns um borð og góður andi
þrátt fyrir gæftaleysið, maturinn á
auðvitað sinn þátt í því, enda steikur
upp á hvern dag,“ sagði Jóhann.
Magnús á Arnarfellinu:
Tólf til tuttugu
hafnir á viku
„Við erum að lesta á Ströndinni og
búumst til ferðar vestur á Firði og
síðan norður á Húsavík. Það hefur svo
sem verið nóg að gera í flutningunum.
Farmurinn hefur aðallega verið fiskur,
þó svo annað dót þvælist alltaf með.
Við erum með þetta tólf til tuttugu
viðkomur í viku. Það er helst veðrið
sem er leiðinlegt, sérstaklega svona
fjörugt eins og það hefur verið undan-
farið. Við erum tíu um borð og andinn
hefur verið alveg ágætur og vel farið
um okkur. Annars höfum við lítinn
tíma til mannlegra samskipta þar sem
við gerum lítið annað en að vinna og
sofa,“ sagði Magnús, stýrimaður á
Arnarfellinu, þegar Víkingurinn
hringdi í hann einn óveðursdag í
febrúar.
14