Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Page 40
VÍKINGUR Lífeyrissjóður sjómanna: / Astæðulaust að hafa áhyggjur af sjóðnum - segir Bjarni Sveinsson, fulltrúi FFSÍ í stjórn Bjarni Sveinsson að ræða lífeyrismál á þingi Farmanna- og fiskimannasambands Islands. „Ekki hafa miklar áhyggjur af sjóðnum. Ef verið er að tala um vandamál liggur það í því að Lífeyrissjóð- ur sjómanna lofar betri elli- og örorku- bótum en aðrir sam- bærilegir sjóðir, sem sagt við erum of flottir á því. En rekst- ur og ávöxtun fjár er í góðu lagi. Við get- um borið okkur sam- an við hvern sem er hvað það varðar,“ sagði Bjarni Sveins- son, skipstjóri og fulltrúi Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands í stjórn Lífeyrissjóðs sjó- manna. „Það eru komnir sextán mánuðir frá því að bæði FFSI og Sjómannasam- bandið samþykktu að breyta þyrfti 60 ára reglunni, þannig að sá sem byrjar að taka lífeyri 60 ára verði búinn að fá jafnmikið áttræður og sá sem byrjar að taka lífeyri 65 ára.“ Lagfæringar á örorkubótunum „Núna erum við að vinna að lag- færingu á örorkubótaþættinum þar sem ljóst er að menn með litla örorku geta í vissum tilfellum komist á verulega háar bætur. Það getur ekki hafa verið tilgangur sjóðsins, En í þessum lagfæringum munum við kappkosta að skerða alls ekki þá sem virkilega þurfa á okkur að halda.“ En Bjarni, dugar það eitt að breyta 60 ára reglunni, ásamt fyrirhuguðum breytingum í örorkunni, til að sjóð- urinn geti staðið við skuldbindingar sínar? „Já, ég tel að ef okkur tekst að ná fjögurra prósenta ársávöxtun á heild- arinnstæðu sjóðsins verði það hægt. Síðan er hægt að deila um hvort raun- hæft er að miða við fjögurra prósenta ávöxtun eða ein- hverja aðra tölu.“ Þegar skýrsla Versl- unarráðs um stöðu lífeyrissjóða var bor- in undir Bjarna stóð ekki á svörum. Hann sagðist efast um heilindi þeirra sem að skýrslunni unnu. Jafnframt sag- ðist hann gruna þá um að ágirnast sjálfir þá fjármuni sem sjóðirnir ættu. Olík- legt væri að þeir sem að skýrslu Versl- unarráðs stóðu bæru hag almennings fyrir brjósti. Bjarni getur tekið undir þá gagnrýni, sem kom fram í skýrslunni, að sjóðirnir séu of margir og að þeir minnstu séu óhagkvæmir vegna smæðarinnar. „Sem dæmi má nefna að Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem á ekki nema rétt rúmar 100 milljónir í eigið fé, er meðal minnstu sjóða. Hann er rekinn af Landsbréfum, en meðal annars var fulltrúi frá þeim í nefndinni sem gagnrýndi lífeyrissjóðakerfið. Til við- miðunar má geta þess að eigið fé Lífeyrissjóðs sjómanna er um 18 milljarðar króna.“ 40

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.