Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Blaðsíða 57
VÍKINGUR
Samningar um fiskverð hjá ÚA:
Ekki sanngjarnt
að borga öðrum
meira en okkur
- segir Árni Ingólfsson skipstjóri, en ÚA
hefur greitt hærra verð til annarra skipa en
sinna eigin. Það hefur valdið óánægju
„Þeir eru nú hættir í viðskiptum við
Prosta á Grenivík, en ég veit til þess
að ÚA borgaði þeim hærra verð en
Þeir borguðu okkur heimamönnum.
Auk þess fengu þeir tonn á móti tonni,
sem gerir samanburð enn óhagstæð-
an,“ segir Arni Ingólfsson, skipstjóri
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.
Stjórnendur ÚA og áhafnir á skip-
l'm félagsins hafa samið um nýtt
fiskverð. Sem dæmi ná nefna að
þorskurinn hækkaði úr 58 krónum í
60. Vitað er að ÚA hefur greitt mun
hærra verð til aðkomubáta og þeirra
sým hafa verið að fiska með kvóta
ÚA. Þetta hefur valdið óánægju meðal
ahafna á togurum félagsins.
„Eðlilega hafa menn talað um þetta,
það er að sjálfsögðu ekki sanngjarnt
að borga aðkomusjómönnum hærra
verð fyrir fiskinn. Mér skilst að þeir
séu að hætta þessu núna, þeir eiga
ekki það mikinn kvóta að þeir geti
þetta lengur. Við höfum ekki kvartað
formlega yfir þessu, en þetta umræðu-
efni hefur komið upp. ÚA átti þannig
viðskipti við þá fyrir sunnan á síðasta
ári, en þá var lítið um þorsk og okkur
gekk illa. Samt endaði það með því að
við þurftum að hætta að veiða þorsk-
inn þar sem kvótinn var búinn. “
Stefnir í svipað núna?
„Núna veiðum við nánast engan
þorsk, hann er rétt aðeins tekinn með.
Við höfum þurft að einbeita okkur að
öðrum tegundum, ýsunni og karf-
anum. Ufsinn hefur varla látið siá
sig.“
Þið fóruð út í aðgerðir 1990, stefnir
í slíkt nú?
„Ég á ekki von á því, við náðum
fram 15 prósenta markaðstengingu
1990 og það er út af fyrir sig ágætt.
Það mætti auðvitað hækka þessa
tengingu í 20 prósent," sagði Arni
Ingólfsson að lokum.
r.i
KEMHYDRO-
salan
Sími 91-12521, Reykjavík
Fax 91-12075
^ C-treat 6
gegn gróður- og
skelmyndun í
sjólögnum.
★ Fueltreat 710
Svartolíubætiefni.
-fr DM 8:1 ok 410
Tæringarvarnar-
efni fyrir gufukatla.
lÉr Cooltreat 651
Tæringarvarnar-
efni fyrir díselvélar.
Breskir
Olíu-og
rafskautakatlar,
katlaþjónusta.
57