Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 19
13 stækkunargleri, sjáum við marga örfína dropa á skrúfuþræðinum en ekki á liinum. Þessir dropar eru úr límkendu efni, og er því þráð- urinn límugur viðkomu, en auk þess er hann sveigjanlegur. Út frá miðju vefsins gengur sterkur þráður, dorgþráðurinn, er stendur í sambandi við skrúfu- þráðinn, og nær oft meira en mtr. iit fyrir netið. Hjer situr köngu- lóin í einhverju skúmaskoti, og er endi þráðarins festur um einn af fótum hennar. Komi nú skordýr í netið og festist við sltrúfuþráðinn, skekur það vefinn af öllum kröft- um til þess að reyna að losna, og verður þá lcöngulónni eins og fiski- manninum, sem finnur fiskinn híta á krókinn. Hún fyllist veiði- hug, en í stað þess að draga drátt- inn, verður hún að hlaupa inn í vefinn og ráðast þar að bráð- inni. Líkami köngulónna skiftist í tvent, frambol og afturbol, er greinast hvor frá öðrum með djúpri skoru, og eru tengdir sam- an með mjóum legg. Fremsti hluti frambolsins er höfuðið. Framan og ofan á því eru átta augu, og telja sumir að nokkur þeirra sjeu notuð í myrkri, en hin við dagsbirtu. — Neðan á liöfðinu er munnurinn, og' beggja vegna við hann eru tvennir útlimir, bitkrókarnir fremst en ltjálkarnir aftast. Bit- krókarnir eru tvíliðaðir. f efri liðnum er eiturkirtill, en fremri liðurinn er krókmyndaður, holur mnan, og streymir eitrið úr kirtl- inum út um hann þegar dýrið ,,bítur“ með króknum. Kjálkarnir eru langir, með litlum klóm á endunum. Á frambolnum, fyrir aftan höf- uðið, eru fernir fætur, allir lið- skiftir og nokkuð langir. Á hverj- um fæti eru tvær kambmyndaðar lvlær, og oft einföld aukakló auk þeirra. Þegar köngulóin spinnur eða hleypur eftir vefnum, heldur Höfuð af könguló sjeð að framan hún þráðunum með kambmynduðu klónum, en sagt er að hún geti gefið þráðunum stefnu með liinum. Á afturenda afturbolsins eru vanalega sex, liðskiftar vörtur, leifar af fótum, sem forfeður köngulónna hafa liaft í fyrndinni. Þetta eru spunavörturnar, og liöf- um við sjeð árangurinn af starfi þeirra, vefinn. Á hverri vörtu eru mörg göt, er liggja inn í pípur, sem enda í kirtlum innan við vört- una. 1 þessum kirtlum myndast silkikent efni, sem síast íít um götin á vörtunum þegar dýrið spinnur, og storknar í fíngerða þræði í loftinu. Þræðirnar renna saman í einn, hlutfallslega sterk- an þráð.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.