Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 22
i6 Á íslandi eru til að minsta kosti 15—20 tegundur af köngulóm. — Merkastar þeirra eru húsaköngu- lóin, fjallaköngulóin og hnoða- köngulóin. Hiisaköngulóin lifir mest í liúsum manna, og spinnur sjer pípumyndaðan bústað í jaðri vefsins. Fjallaköngulóin hefst við alls staðar úti um haga, en spinn- ur engan bústað í sambandi við vefinn. Sjálfur vefurinn er aftur á móti miklu betur gerður og vandaðri að öllu leyti en hjá húsa- köngulónni. Hnoðaköngulóin hag- ar háttum sínum alt öðru vísi en hinar tvær. Hún spinnur nefnilega ekki veiðinet, heldur lileypur bráð- ina uppi, og bítur hana banasári. Hún er mjög frá á fæti, en hleyp- ur mest í stuttum sprettum. — Hnoðaköngulóin og skyldar teg- undir, sem ekkert veiðinet hafa, nefnast einu nafni veiðiköngulær. Köngulærnar eru til lítils gagns, nema þá ef til vill óbeinlínis, ef nytsöm dýr lifa á þeim. Maðurinn hefir þó reynt að notfæra sjer spunalist þeirra, og nota spunann sem silki, en ekki hefir varan þótt endingargóð og heldur því silki- fiðrildið enn þá velli með virð- ingu. Margar köngulær eru skaðlegar, vegna eitursins, sem þær gefa frá sjer. Hjer á landi og í öðrum köldum og tempruðum löndum gætir þessa þó ekki, því köngu- lærnar eru litlar, en í heitum löndum eru til köngulær sem [Weru alt að því 10 sentimetrar á lengd, og geta þær gert mikinn skaða á búpeningi og bitið menn svo þeir liggi mánuðum saman eða hljóti dauða af. Á steppunum í Suður-Rússlandi er t. d. alveg fult af þeim á sumrin, og margar hafa borist frá ýmsum heitum öndum til Evrópu-hafna með skip- um. í hjeraði nokkru í Suður- Rússlandi, sumarið 1896, bitu þess- ar köngulær: 48 manns, og þar af dó tvent. 173 úlfalda, 57 dóu. 218 hesta, 36 dóu. 116 kýr, 14 dóu. Þótt köngulærnar sjeu grimmúð- ugar að skaplyndi, eiga þær hrós og heiður skilið fyrir dugnað og atorku. Vefurinn er meistaraverk, og einstakur í sinni röð. Jeg gat þess fyr, að skrúfuþráðurinn í vef fjallaköngulónna væri alþakinn örsmáum límkendum dropum. — Fjöldi þessara dropa nemur mörg- um þúsundum á hverjum vef, og á nóttunni, t. d. þegar dögg er, eyðileggjast allir droparnir, svo köngulóin verður að gera þá að nýju á liverjum morgni. Eftir hálfa klukkustund er verkinu lok- ið. Alþekt er köngulóin fyrir veð- urspár sínar.Sagt er að húsaköngu- lóin snúi höfðinu út þegar góð- viðri er í vændum, en afturboln- um þegar ilt veður er í nánd. Köngulærnar leggja líka meiri rækt við vefi sína undir blíðviðri og stillur en þegar vond veður eru í aðsigi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.