Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 8
2 Helium. Eftir Guðm. G. Bárðarsou. Helium er loftkent frumefni eöa lofttegund. Það er að mörgn leyti merkilegt efni og þá er það ekki síður sögulegt, hvernig og hvar mönnum tókst að finna það fyrst. Um miðja síðustu öld reyndu heimspekingar að gera sér grein fyrir því, hve langt menn gætu seilst eftir áreiðanlegri þekkingu. Fanst þeim sem rannsóknasviði voru væri í mörgum greinum tak- mörk sett, sem eigi yrði seilst yf- ir. T. d.. hélt einn merkur heim- spekingur því fram að eigi yrði vísindamönnum auðið að fá áreiðanlega vitneskju um það hver efni væru í stjörnunum út í geimnum. Nokkrum árum síðar (um 1860) tókst, svo sem kunnugt er, þýsk- um vísindamönnum Kirchoff og Bunsen að sanna að frumefni (t. d. málmar), sem blandað er í loga, lita hann með ýmsu móti og að lit- rófið (Spektrum) frá loganum hafði ákveðin sérstök einkenni fvrir hverja málmtegund er bland- að var í logann og gerð lýsandi. A ákveðnum stöðum í litrófinu komu fram auðkennilegar línur fyrir hvert frumefni, sem þannig var gert lýsandi. Línur þessar eru nefndar Fraunhofers-línur, eftir þýskum eðlisfræðing, er áður hafði uppgötvað slíkar línur í litrófinu, en eigi tekist að finna, hvernig á þeim stæði. Bunsen bjó til sérstakan sjón- auka eða litróf skiki (Spektro- skop), er gerði mönnum miklu auðveldara en áður að kanna lit- rófið. Með þessum rannsóknum tókst þeim að færa verksvið efna- fræðinnar út fyrir jörðina út í himingeiminn. í litrófi sólarljóss- ins tókst þeim að finna einkennis- línur ýmsra frumefna, sem áður voru kunn hér á jörðinni. Var það sönnun þess að þau væri einnig að finna i eldhafi sólar- innar. Nú tóku aðrir vísindamenn að nota aðferð þessa til efnarann- sókna og stjörnufræðingar notuðu hana til að afla sér vitneskju um eðli sólstjarnanna. 1868 fann enski stjörnufræðingurinn Lockyer í litrófi sólarinnar einkennislínur efnis, sem enginn vissi til, að fyndist hér á jörðu. Var hann svo viss um tilveru þessa efnis í sól- inni, að hann gaf því nafn og nefndi það helium (af griska orð- inu helios = sól). Lengivel heldu menn að efni þetta fyndist ekki á jörðinni, þar eð eigi tókst að finna einkennislínur þess nema í litrófi sólarljóssins og annara sólstjarna út í geiminum. En árið 1882 fann

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.