Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 4
18 NÁTTÚRUFR. Um btiskap náttúrunnar í sjónum. Erindi, flutt í útvarpið í Reykjavík, 2. febr. 1931. Lítið eitt breytt. í rauninni er rás viðburðanna í sjónum eins og á landi, það er að segja, þegar á allt er litið í stórum dráttum. Tak- mark lesmálsins, sem hér fer á eftir, er í fyrsta lagi að sýna þetta, en í öðru lagi að gera grein fyrir þeim sérkennum, sem einkenna búskap náttúrunnar í hafinu. Við verðum því fyrst að gera okkur ljóst, hvernig öllu er hagað á landi, því þá, og því aðeins getum við komið auga á, hvað er líkt og hvað er ólíkt með landi og sjó. Það, sem er sameiginlegt landi og sjó, er hringrás efn- anna. Lífræn efni breytast stöðugt í ólífræn, og ólífræn efni í lífræn. Við skulum nú fyrst virða fyrir okkur, hvernig þessu er varið á landi. í jörðunni, vatninu og loftinu er fullt af dauðum efnum og efnasamböndum. Plönturnar eru þeim hæfileika búnar, að geta fært sér þessi dauðu eða ólífrænu efni í nyt, þær lifa ein- göngu á þeim flestar hverjar, það er maturinn þeirra. Með tilstyrk orkunnar í sólargeislunum vinna þær kolsýru úr loft- inu, sameina hana vatni, og mynda þannig mjölva. Einnig hag- nýta þær sér sölt þau, sem eru uppleyst í vatninu, eins og syk- ur í kaffi. Þessi sölt sjúga þær í sig með rótunum, og breyta þeim á ýmsan hátt. Úr söltunum og mjölvanum byggja plönt- urnar líkama sinn upp þrep af þrepi, uns hann nær þeirri fullkomnun, sem eðli hverrar plöntutegundar leyfir. Nú koma dýrin og éta plönturnar. Sum dýrin lifa einungis á jurtafæðu, önnur bæði á jurtum og dýrum, en sum einungis á dýrum. Dýrin geta ekki hagnýtt sér ólífræn efni, eða lifað á þeim að: öllu leyti; plönturnar einar eru færar um það, og bæta þær stöðugt við það efnismagn, sem er heimkynni lífsins. Jurtir og dýr deyja, líkamir þeirra rotna, og verða að: ,,moldu“. Hin lífrænu efnasambönd breytast stöðngt í einfaldari og einfaldari efni, á meðan á rotnuninni stendur. Loks myndast ólífræn efni, mikill hluti þeirra leysis upp í vatni jarðvegsins., sem sölt, og þessi sölt tileinka plönturnar sér á ný.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.