Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFR. 25 Vatnaskrímslí í Noregí. Sú var tíðin, að það var almenn trú hér á landi, að í ís- lenzkum vötnum væru.ýms dularfull dýr eða óvættir. í þjóð- sögum vorum er fjöldi sagna um nykra, vatnaskötur, öfugugga, loðsilunga o. fl. Enn eimir eftir af þessari skúímslatrú. Ef menn sjá eitthvað torkennilegt í vötnum, sem þeir eigi geta áttað sig á, er þeim enn gjarnt til að grípa til svipaðra skýr- inga og áður, að það muni vera einhver skrimsli eða óþekkt dýr, sem náttúrufræðingar enn eigi þekki. Það er víðar en á íslandi, að menn hafa sögur að segja af’slíkum vatnadýrum. Fram á síðustu áratugi hafa menn þótzt sjá stórvaxin og ó- þekkt dýr í ýmsum vötnum á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. í sumum vötnum í Noregi og Svíþjóð hafa slík undradýr sést við og við svo öldum skiptir, t. d. í Storsjöen í Jamtalandi, Súl- dalsvatni og víðar. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta líktust þessi vatnadýr oft bát á hvolfi, stundum líktust þau timburdrumbum, eða rótar- hnyðjum, og í sumum frásögnum er þess getið, að þau hafi fleiri eða færri kryppur, stórvaxna ugga, horn eða anga. Oft skaut dýrunum úr kafi með busli og boðaföllum, og sáust þau bylta sér meðan þau voru á floti. Stundum fóru þau með all- miklum hraða góðan spöl eftir vatninu. Venjulegast voru þau skamma stund á floti, og sigu með hægð niður í djúpið aftur. í Noregi var skrímslið í Súldalsvatni einna kunnast. Gengu af því margar sögur. Hafði þess orðið vart í marga manns- aldra. En oft liðu mörg ár á milli þess að það sást. Bar sög- unum saman um það, að dýrið væri all-stórvaxið, og líktist mest bát á hvolfi. En sjaldan var það uppi lengur en 5—10 mínútur í senn. Var því torvelt að fá tækifæri til að komast svo nærri því sem þurfti, til að athuga það til hlítar. Svo voru menn sannfærðir um það, að hér væri um óþekkt dýr að ræða, að menn í Súldalnum voru farnir að ráðgera, að búa út sér- stök veiðarfæri, til að veiða það. En þá tókst mönnum af hend- ingu að ná tökum á því. Kennari, að nafni Roalkvam, átti heima rétt við vatnið. Einn dag, vorið 1893, varð honum af hendingu litið út um glugga heima hjá sér, út á vatnið. Sá hann þá ólgu í vatninu, 300 metra spöl frá húsi sínu, og um 20 m. frá landi. Vatnið-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.