Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 8
22 NÁTTÚRUFR. Skríðfískarínn í Attsttirlöndam. (Anabas scandens). Fiskur þessi er smávaxinn (15—20 cm. langur) vatnafisk- ur, skyldur aborrunum (Perca), er lifa í ám hér í Evrópu. Heimkynni hans er á Vestur-Indlandi, Birma, Ceylon og Fil- ippseyjum. Hann lifir bæði á jurta- og dýrafæðu. Fyrir löngu hefir fiskur þessi vakið eftirtekt manna. Þegar á 9. öld sögðu tveir arabiskir ferðamenn frá því, að þar eystra fyndist fisk- ur, er skriði á þurrt land, klifraði upp í blaðkrónur kókos- pálmanna og gæddi sér þar á pálmavíni! Að sjálfsögðu eru það ýkjur einar, að fiskur þessi sé svo snjall að ldifra. Þó mun hann eitthvað kunna í þeirri list, því að Malajar nefna hann ,,Undi-Colli“, sem þýðir klifurfiskur. Danskur herforingi, að nafni Daldorf, er dvaldi þar eystra (1791) segir líka frá því, að hann hafi séð skriðfisk á stofni pálma eins, er óx hjá tjörn. Hafði hann klifrast upp eftir sprungu í stofninum, og var hann kominn mannhæðarhátt frá jörðu. Hélt hann sér föstum með broddum á tálknlokunum, en ýtti sér áfram með því að sveifla sporðinum og spyrna í með broddum á gotraufaruggunum. Líklega er það sjaldgæft, að fiskurinn klifri á þennan hátt, því að eigi eru til áreiðanlegar frásagnir þessu samhljóða frá síðari tímum. Hinsvegar er fiskur þessi furðu leikinn í landferðalögum á sléttu, og hann getur einnig grafið sig í jörðu, þar sem jarð- vegur er laus, leirborinn eða sendinn. f hundraðatali hafa menn séð fiska þessa ýta sér áfram yfir grasigróið land og yfir garða, er girða tjörn frá tjörn. En slík ferðalög eru fisk- unum ekki hættulaus. Krákur og gleður hópast að þeim og fagna því að geta hremmt slíkar krásir á þurru landi. Þegar tjarnir þorna, þar sem slíkir fiskar lifa, skríða þeir yfir land til annarra tjarna eða grafa sig 1—2 feta djúpt ofan í tjarn- arbotninn, leggjast í dvala og bíða þess rólegir, að vatn safn- ist aftur í tjarnarstæðin. — En oft er svefnró þeirra raskað. íbúar héraðanna fara á fiskveiðar með rekur og haka, róta upp tjarnarstæðunum, og taka fiskihlut sinn á þurru landi. Nú mun það ýmsum þykja undarlegt, að vatnafiskur, er aflar sér súrefnis með tálknum, skuli geta lifað lengri eða skemmri tíma á þurru landi. Á þessu hafa lífeðlisfræðingar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.