Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUPR. 23 fundið skýringu. I fyrsta lagi er svo gengið frá umbúnaði tálknanna, að vatn eða raki helst í þeim, þótt fiskurinn bregði sér á land, svo að tálknblöðunum (þönunum) er eigi hætt til að þorna eða skorpna meðan á landi er dvalið. 1 öðru lagi eru hólf með mörgum afkimum — nokkurskonar völundarhús — fyrir framan og ofan sjálf tálknin. Eru þau að innan þakin þunnri háræðaríkri húð. Áður fyrri héldu menn, að þessi völ- undarhús væru vatnsforðabúr, er geymdu vatn til að halda tálknunum rökum. Nú þykjast menn þess fullvissir, að þau séu nokkurskonar öndunartæki, þar sem súrefni úr venjulegu Skrid/islíur. andrúmslofti geti leiðst inn í háræðanetið í vegghimnu hólf- anna og þaðan í aðalblóðrás fiskanna. Þau vinni með öðrum orðum á sama hátt að súrefnisnámi, eins og iungu land- dýranna. Fiskurinn andar því með tvennu móti, bæði sem fiskur með tálknum, og einnig sem landdýr með tækjum, er svipar til lungna. Enn merkilegra er það, að svo virðist sem loftöndun fiskj- arins sé honum ennþá meiri lífsnauðsyn en tálkn-öndunin. 1 Austurlöndum og víðar hafa menn oft til gamans skriðfiska í smáum vatnskerum í húsum inni, því að þeir eru litfagrir og þola vel þá meðferð, sem fiskum mætir í slíkum vistum. Er þá auðvelt að athuga lífshætti þeirra. Við og við stinga þeir munninum upp í vatnsborðið og glepsa munnfylli sína af lofti. Síðar, er þeir hafa notfært sér þetta loft, sleppa þeir því sem loftbólum út um munninn aftur. — Sé með neti

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.