Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUPR. 21 Nú höfum við virt fyrir okkur haglendi sjávarins, því að svifþörungunum má líkja við grasið á jörðunni, bæði hvað þýð- ingu þess og magn snertir. En hvílíkur feikna mismunur á lifn- aðarháttum! Grösin eru rótföst við jarðveginn, og vindgolan fer leikandi um blöð þeirra og blóm, en svifþörungarnir svífa í djúpi sjávarins, eins og örfínar vatnsagnir í þokulofti. Hér kemur greinilega fram munurinn á lífinu á landi og í sjó. Loft- ið er svo þunnt, og veitir svo litla mótstöðu gegn aðdráttar- afli jarðarinnar, að það er miklum erfiðleikum bundið, og kostar mikinn kraft að fljúga um það aðeins stutta stund, og straumar loftsins, vindarnir, eru svo veigalitlir, að þeir geta aðeins feykt nokkrum visnum trjáblöðum nokkra metra, eða tekið þak af kofa, þegar af tekur. Ennfremur er sólargeislun- um opin leið gegnum loftið, svo þeir hafa róttæk áhrif á allt, sem lífsanda dregur á yfirborði jarðarinnar. En öðru máli er að gegna með lífið í sjónum. Sjórinn er þéttur og fyrirstöðumikill í eðli sínu, og í honum geta heilir bálkar af lífverum alið aldur sinn frá vöggunni til grafarinnar, og svifið á vængjum um djúpið, án þess að inna verulegan kraft af hendi. Svifdýr og svifþörungar hanga svo að segja föst í þeim lögum sjávarins, þar sem velferð þeirra er bezt borgið, og berast oft langar leiðir með straumunum, því straumarnir rífa allt með sér, sem ekki veitir mótspyrnu. Við þetta bætist svo, að sjórinn sýgur í sig sólargeislana, svo hinna blessunarríku áhrifa þeirra gætir að eins í efstu lögum hafsins, en þeir njóta sín ekki við botninn nema á hrægrunnu, rétt við land. Verulegur sævargróður er því að eins við strendurnar, þar sem fátt er um nytsöm dýr til þess að njóta hans, og er hann því mjög lítils virði fyrir mannmn. Framh.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.