Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 18
Mynd 3. Duggönd (Aythya marila), vikulegur fjöldi unga (..........) og fullorð- inna fugla (------), sem drápust í netjum. Known weekly catch of scaup, young (.....) and adults (-------), in fishing nets. Hrafnsönd (Melanitta nigra) Hrafnsönd er allalgeng á Mývatni, en tala verpandi para er þó líklega innan við 1000. Annars verpur hún dreift, oft langt frá vatninu sjálfu, og er því erfitt að gera sér grein fyrii fjölda henn- ar. Fullorðnir hrafnsandarsteggir halda sig hópum sarnan úti á Syðri-Flóa fram eftir sumri, en þeim fer að fækka þegar í júlí, og er líklegt, að þeir fari flestir seinni hluta júlí og fyrstu dagana í ágúst. Hrafnsendur með unga sá ég aðallega á Bolum og efst á Laxá. Upp úr síðustu aldamótum var talið, að hrafnsönd færi fjölg- andi við Mývatn (Hörring, 1907 — ópr. dagbók), en yfirleitt kemur mönnum saman um, að hrafnsönd liafi fækkað mjög við Mývatn á síðustu árum. Sömuleiðis er talið, að hrafnsönd hafi stórfækk- að í Lapplandi á þessari öld. Hrafnsöndin heldur sig á sjó á vet- urna — vetrarstöðvar íslenzka stofnsins virðast vera á Biskayaflóa — og er hún ein þeirra anda, sem harðast verða úti af völdum olíubrákar. Leikur því sterkur grunur á, að fækkun liennar stafi að einhverju leyti af olíubrák á sjó. Alls veiddust 170 hrafnsendur í net í júlí og ágúst 1960, þ. e. 35,2% af allri fuglaveiðinni. Skipting veiðinnar er sýnd í töflu 7. Fullorðnir fuglar voru alls 23, eða aðeins 13,6% aldursákvarð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.