Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 TAFLA 8. Hávella (Clangula hyemalis) Kyn- og aldursskipting netjafugla á tvö aðalsvæði Mývatns. Age and sex composition of long-tailed duck cauglit in nels in two main areas of Mývatn. Syðri-Flói llolir Allt vatnið (The whole lake) Fullorðnir karlfuglar ($ ad.) 32 2 34 Fullorðnir kvenfuglar ($ ad.) 11 15 26 Ókyngreindir (Unsexed ad.) 1 1 Litlir dúnungar (Small downies) .. . 0 Stálpaðir dúnungar (Large downies) 9 9 Fiðraðir ungar (Feathered young) . . 1 5 6 Fleygir ungar (Fledged young) .... 1 14 15 Alls (Total) 45 46 91 Norður-Evrópu liefur mikillar fækkunar hávellu orðið vart, og er talið þar, að olíubrák á sjó eigi sinn þátt í þessari fækkun, en ltá- vellan er svo til eingöngu á sjó utan varptíma. Hávellur veiðast mjög mikið í net Mývetninga. Alls ánetjaðist 91 fugl á þessu tímabili, þar af 61 (67%) fullorðinn. Mývetningar telja sjálfir, að hávellan veiðist langmest á vorin fyrir varptímann og í byrjun hans. Ég tel því vafalaust, að netjaveiðin liafi mikil áhrif á hávellustofninn og líklegt, að fækkun hávellu á Mývatni á síðari tímum stafi a. m. k. að einhverju leyti af netjaveiðinni. Tafla 8 sýnir skiptingu hávelluveiðinnar. Fullorðni fuglinn náð- ist aðallega í Syðri-Flóa, en unginn að langmestu leyti á Bolum. Mjög svipað drapst af báðum kynjum, en nokkru meir af karl- fugli (1,3 á hvern kvenfugl). Tiltölulega lítið veiddist af hávelluungum (33%), og var helm- ingur þeirra fleygur. Stafar þetta líklega af því, að hávellur nteð unga halda sig á grunnum víkurn og tjörnum, þar sem net eru ekki lögð. Ungarnir fara lítið út á opið vatn, fyrr en þeir verða fleygir, og er líklegt, að þeir ánetjist meir í september.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.