Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 23
NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGURINN 165 ust allir á Bolum. Þrír kvenfuglar náðust dagana 9. og 10. júlí, en allir hinir 17.—26. ágúst. 10 fiðraðir og fleygir ungar fengust seinni liluta ágúst, og má búast við, að eitthvað veiðist af fleygum ungfugli í september. G u 1 ö n d (Mergns merganser) Þessi tegund er afar sjaldgæf sem varpfugl við Mývatn, og varð ég ekki var við, að hún kæmi í net. T o p p ö n d (Mergus serrat.or) Toppönd er allalgeng á Mývatni. Varpstofninn er líklega innan við 500 pör. Kvenfuglar með unga eru aðallega á Ytri-Flóa, en einnig hér og þar með löndum í Syðri-Flóa. Alls fékk ég upplýsingar um 13 toppendur, sem ánetjuðust á þessum tírna. Aldursdreifing þeirra er sýnd í töflu 2.11 þessara fugla komu í net í Syðri-Flóa, en aðeins 2 á Bolum. — 8 fuglar (2 kollur og 6 ungar) veiddust dagana 17.—20. ágúst. 3 fullorðnir fuglar fengust síðari helming júlí og 2 ungar fyrri hluta ágúst. Enda þótt lítið virðist drepast af toppönd í netjum í júlí og ágúst, tel ég ástæðu til að ætla, að þessi tegund komi meir í net fyrri hluta sumars. Styðst ég þar við eigin athuganir í júní 1957 og 1959. N iðurlag. Lagnetjaveiðar liafa stóraukizt í Mývatni á seinustu árum. Aukn- ing fugladauða í netjum virðist fyrst og lremst stafa af auknum netjakosti, en ekki af því, að nælon- eða girnisnet séu veiðnari á fugl en þau net, sem áður voru notuð. Enda þótt eitthvað veiðist af flestum þeim fuglategundum, sem á Mývatni eru, kemur netja- veiðin langmest niður á þremur tegundum: ílórgoða, hrafnsönd og hávellu. Ekki er vitað til, að flórgoða liafi fækkað á Mývatni undanfarin ár, enda óvíst, hvort veruleg aukning liefur orðið á veiði þessarar tegundar. Veiði flórgoða mundi vafalaust rninnka nrikið, ef netja- lagnir meðfram löndum væru takmarkaðar. Öruggar heimildir eru fyrir því, að hrafnsönd og hávellu hal'i fækkað við Mývatn á síðustu áratugum, og stafar sú fækkun líklega

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.