Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 28
170 NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U RI N N Asplenium trichomanes L., svartburkni (Nordhagen, 1944). Þessi teikning er af norsku eintaki. Smáblöðin á eintökunum frá Skaftafelli eru ekki eins regluleg að lögun og staka smáblaðið á þessari mynd. þennan burkna hiklaust upp í flóru sína sem íslenzka tegund (Grönlund, 1881), en segir þar, að hún hafi livergi fundizt nema í Búðahrauni. Á árunum 1886—1888 var Helgi Jónsson við grasafræðilegar rann- sóknir á Snæfellsnesi og leitaði þá m. a. að Asplenium trichomanes L. í Búðahrauni, en án árangurs (Helgi Jónsson, 1899). I sömu ritgerð segir Helgi, að engin íslenzk eintök af þessari tegund séu þá til í Grasasafni Hafnarháskóla, enda hefur hún hvergi verið talin til íslenzkra plantna síðan, svo mér sé kunnugt, þar sem engin ein- tök hafa verið til, senr staðfestu það. Síðan Helgi Jónsson leitaði ár- angurslaust að þessum burkna í Búðahrauni hafa margir grasafræð- ingar verið þar við rannsóknir, en enginn þeirra rekizt á hann. Eins og kunnugt er, fann Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.