Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
177
mós, vatnsból bæjarins Þjótanda. Þarna liefur liraunið runnið yfir
mýrarblett.
Sýnishorn hafa verið tekin úr yfirborði þessa mólags og aldurs-
gxeind með geislakols-aðferðinni. Þau reyndust 8000 ára gömul. Þar
með er einnig fenginn aldur Þjórsárhrauns, það getur vart verið
nema lítið eitt yngra.
Á Þjórsárbrú er aftur komið út úr Þjórsárhrauni og ekið sunnan
þess og austan um Holtin og upp í Landssveit. Hjá bænum Köldu-
kinn í Holtum er staðnæmzt á veginum uppi á dálitlum ási, þar
sem í fljótu bragði ekkert sérstakt sýnist um að vera. En þegar
betur er horft, sjást missmíði á landinu, sem fylgja má eftir svo
langt sem augað eygir. Þetta er forn jökulalda, sem liggur óslitin
þaðan sem við stöndum suðaustur að Snjallsteinsböfða við Rangá.
Aldan er lág, aflíðandi og því nær alþakin þykkum jarðvegi með
móagróðri. Hún er einn kaflinn af Búðaröðinni svonefndu, sem er
lítt slitin röð jökulaldna um þvert Suðurlandsundirlendi, rnilli
Vatnsdalsfjalls norður af Fljótshlíð og Efstadalsfjalls við Laugardal.
Við Búðaröðina lá rönd ísaldarjökulsins, sennilega fyrir um 10 þús-
und árurn. Búðaröðin er kennd við fossinn Búða eða Búðafoss í
Þjórsá.
Nú erum við brátt komin upp á Land. Móts við bæinn Lækjar-
botna er ekið á ný inn á Þjórsárhraun og síðan spöl eftir því inn
fyrir Galtalæk, efsta bæ í byggð. Á þessum kafla hraunsins eru stór-
kostleg merki uppblásturs, — en einnig uppgræðslu. Sandrokið hef-
ur mjög verið heft með hleðslu skjólgarða úr hraungrýti og sán-
ingu melgrass. Áður en við látum byggðina að baki, fáum við okk-
ur liressingu á Skarði á Landi. Þar er gott að koma.
Og áfram er haldið. Á leiðinni að Tröllkonuhlaupi í Þjórsá er
rifjuð upp sagan unr tröllkonurnar tvær og Gissur á Lækjarbotn-
um, en ekki dvalið lengi við hana, því að við okkur blasa nú
miklu stærri atburðir, sem nútíma náttúrurannsóknir liafa leitt í
ljós. Á hægri hönd gnæfir Hekla við himin með alla sína drama-
tík, en undir fótum okkar er Þjórsárhraunið að hverfa undir yngri
hraun. Hér í þröngu sundinu milli Búrfells og Sauðafells hefur
hraunið forðum beljað fram.
Þjórsárhraun er hið langstærsta og sennilega allra elzt af svo-
nefndum Tungnárhraunum. Þau virðast öll hafa komið upp úr
gossprungum, sem liggja samsíða á mjóu belti, þar sem nú er Hófs-