Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 39
N A T T Ú R U F R Æ ÐIN G U R I N N 181 3. mynd. Sigöldufoss í Tungná. Ljósm. Guðm. Kjartansson. I>að virðist þó ekki duga til. Sumir ganga afsíðis til að liyggja að flugi fugla og kvaki. En einustu fuglarnir, sem sést höfðu, voru þá bara tvær sólskríkjur og þær voru nú þagnaðar. Aðrir vilja meina, að mestar vinningslíkur fáist með því að spá fyrir rnorgun- daginn sama veðri og er í dag. Hvað unr það; hver og einn spáir eftir því, sem hann hefur vit til, — og skapferli. Nú gefst tóm til að litast um við tjaldstað okkar. Hann er við Tungná skamrnt ofan við Sigölduver. Þar lrrýzt áin fram milli tveggja hæða, Sigöldu fremri og Sigöldu innri. Hún hefur skorið sér þar 60 metra djúpt gljúfur gegnum bólstraberg í hálsinum milli Sigaldnanna. Skammt neðan við gljúfrið og rétt hjá tjaldstað okkar er allhár foss í Tungná, Sigöldufoss. Koniið er myrkur, þegar við snúum heim í tjöldin úr könnunar- ferðinni að fossinum og í gljúfrið. Það er fljótlegt að koma sér í svefnpokana, og innan stundar rýfur ekkert öræfakyrrðina nema niðurinn í Sigöldufossi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.