Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 40
182 NÁTTÚRUFRÆÐ]N G U R I N N 4. inynd. Sigöldugljúfur. Næst yngsta Tungnárhraunið í barminum, fallega stuðlað. Ljósm. Ari Kárason. Laugardagur 19. ágúst. Er ekki skemmtilegt að opna tjalddyrnar að morgni í góðn veðri á öræfum? Og hver er ekki í góðu skapi á þessum morgni? Skjótur þvottur með rakstri niður á Tungnárbakka, — það eru jú dömur með í förinni. Morgunverður úti fyrir tjalddyrum, og svo eru tjöld felld. Stundvíslega upp á mínútu, klukkan Olýj, er lagt af stað á ný. Bílunum er beitt til hins ýtrasta á brattann og ekið upp á Sig- öldu fremri til útsýnis. Síðan staðnæmumst við uppi á barmi Sig- öldugljúfurs og skoðum hið nrikla náttúrusnn'ði. Athugaðir hafa verið möguleikar á að virkja Tungná á þessum stað. Þá yrði gerð stífla í gljúfrið og vatnið leitt frá henni að raf- magnsstöð, sem stæði á nyrðri bakkanum, skammt neðan við Sig- öldufoss. Fallltæð, senr við þetta fengist, væri um 70 metrar og orka svipuð og úr Soginu öllu. Þá myndi væntanlega Tungná finnast hún hal'a unnið mikið verk til lítils, að grafa gljúlrið sitt. Og þá mundi koma lón á ný ofan við gljúfrið, þar sem lón var áður en lnin hóf verkið. Þetta var stórt lón, sem myndaðist á sínum tíma við það, að i k

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.