Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 41
NÁT T Ú RU F RÆ ÐIN G U RIN N 183 tvö næstyngstu Tungnárhraunin stífluðu Tungná. Guðmundur Kjartansson kallar það Krókslón. Hraunin gerðu reyndar meira, því að þau flæmdu ána alveg úr hinum gamla farvegi hennar, sem var norðan við Dyngjur og Valafell, á svipuðum slóðum og Hellis- kvísl á í baslinu nú. Glögg strandlína í 500 metra hæð yfir sjó markar ennþá vatnsstöðuna í brekkunum. Þarna skoðum við hvarf- leir í árbakkanum á botni lónsstæðisins. Meðan Tungná rann um lónið hefur leirinn setzt þar til úr gruggi jökulvatnsins og hvörf- in, sem eru um \/z—1 cm á þykkt, hafa komið fram af því að fram- burður árinnar var grófari og meiri á sumrin en veturna. Útfallið úr Krókslóni var yfir næst-yngsta Tungnárhraunið, sunnan við Sigöldu l'remri. En svo skeði það, að yngsta Tungnár- hraunið lokaði Jdví útfalli, er Jaað rann fyrir hér um bil 4 þúsund árum. Við það hækkaði í lóninu um fáeina metra og nýtt. útfall myndaðist yfir slakkann miffi Sigöldu fremri og innri. Og Jrar náði áin sér heldur betur á strik, því að þar var hún komin í farveg, sem miklu auðveldara var að grafa. Þar er nú Sigöldugljúfrið, en Krókslón er liorfið. Við förum nú upp með Tungná, að Bjallavaði. Þar er enginn vegur, en leiðin liggur um óslétt hraunið, svo að við kjósum held- ur að ganga. Á ferjustaðnum rétt ofan við Bjallavað stendur bátur í nausti á hvorum árbakka. Hvorki vaðið né ferjustaðurinn er mikið notað eftir að Hófsvað fannst á Tungná (Guðmundur Jónas- son 1950). Þar má aka yfir Tungná á háum og duglegum bílum. Þangað höldum við nú. Bílarnir staðnæmast, J^egar við komum að vaðinu. Bílstjórarnir bera saman ráð sín, sýsla eitthvað við bílvélarnar og hyggja að öðrum útbúnaði. Sumir farþegarnir gerast nokkuð hljóðir. Allir vita, að vaðið er tæpt og vandfarið. Við sjáum jrað reyndar ekki á ánni, en við sjáum að það er langt til lands hinum megin. Svo leggja bílarnir í ána undir forystu Heiðars Steingrímssonar, en ekki þó allir í einu. Tungná rennur Jtarna í finnn kvíslum. Áin er ekin í miklum krókum og þarf kunnugleik til og vatnareynslu. Botninn er óslétt- ur og bílarnir fara hægt, vatnið beljar á þeim. Á hverri eyri er beðið eftir öllum hinum, sem á eftir fara. Svo tekur J^etta enda, síðasti bíllinn er kominn upp úr. Meðal farþeganna upphefst mikil kátína.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.