Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 42
184
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Á Hófsvaði rennur Tungná á hrauni. Það er yngsta Tungnár-
liraunið. Við erum nú komin á eldstöðvarnar, sem gusu Tungnár-
hraununum. Gossprungurnar liggja þvert yfir ána. Tveir af upp-
takagígum hraunanna, rauðir hólar úr stórdílóttu gjalli, sjást á
hægri hönd, skammt fyrir sunnan vaðið. Hinn þriðji, Hófurinn,
sem vaðið er kennt við, stendur upp úr ánni og hinn fjórði, sem
nefnist Vaðhóll, er á norðurbakka árinnar. Gígaröðin liggur áfram
til norðausturs fyrir innan Tungná meðfram Vatnöldum. Þar sér
ekki mikið á gígana; flestir munu hafa færzt í kaf í vikurgosum,
sem seinna urðu í Vatnöldum.
Eldstöðvar Tungnárhraunanna láta sannarlega ekki mikið yfir
sér nú, þegar liaft er í huga hvílík hraunflóð frá þeim eru komin.
Vitneskjan um þær er líka ný af nálinni. Þar hefur verið að verki
Guðmundur Kjartansson.
Við höfum nú fylgzt með Tungnárhraununum frá jaðri þeirra
í sjó við Eyrarbakka og Stokkseyri, um blómlegar byggðir og allt
til upptaka á reginöræfum íslands. Þetta er um 130 km leið. Við
snúum okkur nú að öðrum viðfangsefnum.
Leið okkar liandan Tungnár stefnir til norðausturs. Þar er sæmi-
leg bílslóð fyrst og liggur til Veiðivatna. Við sveigjum þó brátt af
henni til norðurs og förum eftir eigin duttlungum.
Hafi landið áður verið gróðursnautt, þá kastar nú fyrst tólfun-
um. Allt er þakið svörtum vikri og sandi. Form fjallanna eru flest
ávöl. Gef'ur þetta náttúrunni þungbúinn svip. Einstaka livassbrýnd-
ar fjallseggjar eins og Þóristindur auka frekar á þennan hugblæ
með andstæðu sinni.
Á Iiægri hönd okkar eru Vatnöldur, langur, svartur fjallarani,
ekki beint girnilegar til fróðleiks, fljótt á litið. En við vitum að
þær bera megin-ábyrgð á ógæfu landsins hér um slóðir og hugsum
okkur að taka þær til bæna á heimleiðinni.
En Iivað er nú á seyði? Framundan er eitthvað, sem alveg stingur
í stúf við svarta auðnina umhverfis. Líparít? Hverahrúður? Nei,
segir lærimeistarinn, kalksteinn. Það er bergtegund, sem við reikn-
um ekki að jafnaði með að verði á vegi okkar á íslandi. Við erum
komin í Blautukvíslabotna, sunnan við Þóristind. Þarna er nokk-
urt svæði þakið ljósu kalksteinshrúðri, sem að útliti minnir á kísil-
hrúður, öðru nafni hverahrúður, en hefur allt aðra efnasamsetn-