Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 46
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN allsráðandi. Síðan líkist það því að koma út í sterkt sólskin, að koma í hinn ljósgræna lit Veiðivatna. Við tökum tæpast eftir því, að veður er orðið þungbúið og kalt og það er byrjað að rigna. Öll þreyta virðist liorfin. Við ökum rakleitt að Tjaldvatni og tjöld- um fast undir Hádegisöldu. Klukkan er 19i/2- Að loknum kvöldverði í tjöldunum safnast hópurinn saman, nú skal meta veðurspána frá því í gærkvöldi. Jónas Jakobsson lýsir úrslitunum í keppninni í heyranda hljóði. Flestar veðurspárnar hafa reynzt mjög fjarri lagi. Hver treystist líka til þess að spá suð- austan fjórum, alskýjuðu, slæmu skyggni, rigningu og fjögra stiga hita í skemmtilegu ferðalagi um hásumarið? Nú, en einn kemst þó nær þessu en hinir, Einar Gíslason, og hlýtur að verðlaunum liina fagurlega myndskreyttu Skýjabók Veðurstofunnar. Síðan safna menn saman eldiviði og kveikja bál og það er kvöld- vaka með gítarspili og söng fram undir miðnætti. Sunnudagur 20. ágúst Heldur var þetta köld nótt með súld og vindstrekkingi. Tjöldin voru þó í góðu skjóli undir Hádegisöldunni. Við erum komin á kreik klukkan átta, hálfkalt. Þar sem skjólsins nýtur ekki, er aust- anstormur. Tvö tjöld eða fleiri hafa fokið í nótt, mest vegna þess hve mosinn, sem við tjöldum á, veitir lítið hald fyrir tjaldhælana. Klukkan hálftíu erum við komin í bílana, en látum tjöldin standa, og ökum upp á Hádegisöldu. Hún liggur mjög miðsvæðis á Veiðivatnasvæðinu og þaðan er ágæt útsýn yfir svæðið. Veiðivötn liggja á geysimikilli gossprungu, sem greina má frá Frostastaðahálsi á Landmannaleið norðaustur fyrir Ljósufjöll vest- an Vatnajökuls, um 50 km leið. Veiðivatnasvæðið sjálft er um 20 km langt. Hið furðulega tilbreytingaríka landslag hefur mynd- azt við það, að gossprungan hefur gosið með tvenns konar liætti. Fyrst hafa orðið þar mikil sprengigos og eru sum Veiðivatnanna gígvötn frá því tímabili. Síðar hefur gosið þar hrauni með tiltölu- lega litlum krafti úr mörgum smáum eldvörpum, þannig að hvað fléttast innan um annað. Útkoman er ævintýraleg. Við ökum suður af Hádegisöldu og yfir Kvíslar, en svo heitir áin, sem rennur úr Grænavatni i Ónýtavatn. Þá erum við komin að Snjóöldufjallgarði, sem aðskilur Veiðivatnasvæðið frá Tungná.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.