Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 49
NATTÚ RUFRÆÐ INGU R I NN 191 Við erum komin á leiðarenda og snúum heirn í tjöld í Veiði- vötnum. Nokkur tími gefst nú til þess að skoða sig um þar og Eyþór Einarsson útlistar gróðurríki svæðisins. Okkur virðist nú, að græni liturinn, sem gaf okkur ofbirtu í augun í gær, sé nú ekki lengur alveg eins grænn. Hann stafar fyrst og frernst af mosanum, sem er yfirgnæfandi liluti gróðurlendisins. Hvannir og víðirunnar vaxa aðallega á vatnsbökkunum og öðrum stöðum, þar sem nær til vatns, en annar æðri gróður er helzt starir og grös ásamt liarð- gerðum fjallaplöntum. Það segir til sín, að Veiðivötn eru í um 570 m Iiæð. Þá þarf að skoða Ampatættur, leilarnar af byrgi Arnbjarnar Guð- brandssonar, sem hér freistaði að búa árið 1880. Og gíginn djúpa, sem útilegumanni á að hafa verið fleygt í á síðustu öld. En eitt látum við liggja milli hluta: silunginn í Veiðivötnum. Hans er svo vandlega gætt, að það liggur við að hann sé ekki einu sinni girnilegur til fróðleiks. Sérstakur maður er á verði allt sumarið. Sennilega er hvergi á Fróni uppi höfð jafnmikil tilfæring til þess að vernda eignaréttinn, — og þótt víðar væri leitað. Hádegisverður, tjöld felld og haldið heim á leið kl. 13. Við Stóra-Fossvatn er hugað eftir skötuormi, dálitlu krabbadýri, sem lifir í ýmsum stöðuvötnum á Landmannaafrétti, en sá góði herra er ekki viðlátinn þessa stundina. En þar sjáum við annan tilrauna- sáðreit Sturlu Friðrikssonar, tæplega þó eins þroskalegan og þann við Þórisvatn. Nú er ekið svo sem leið liggur meðfram Vatnöldum að norð- vestanverðu. Þær eru hrygglaga eldfjall, um 20 km langt, nær ein- göngu úr svörtum vikri, með röð stórra sprengigíga að endilöngu. Vatnöldur hafa líklega orðið til í einu ferlegu gosi. Þær hafa ausið kynstrum al' vikri yfir nágrennið og m. a. fært í kaf marga af upp- takagígum Tungnárhraunanna, sem eru þar rétt hjá. Vatnöldur eru því yngri en Tungnárhraunin, þ. e. yngri en 4000 ára. Við leggjum lykkju á leið okkar og ökum upp í eina ölduna, til j)css að sjá jrar stóran sprengigíg með vatni. Síðar, sunnan frá Svartakrók, sjáum við annan gíg miklu meiri, austan í syðstu Vatn- öldunni. Þetta er einn mesti gígur, sem nokkurt okkar hefur litið. í honum er stöðuvatn, Skyggnisvatn, og er í sambandi við Tungná. Vatnöldur eru ekki dramatískar í útliti og fáir kannast jafnvel við

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.