Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 son hafði safnað við Jórvík í Breiðdal (Ingólfur Davíðsson, 1953 b). Síðastliðið sumar dvaldist ég í Stöðvarfirði í nokkra daga við flóru- og gróðurrannsóknir. Kom þar til mín ungur piltur, Björg- úlfur Kristjánsson á Kirkjubólsseli, og kvaðst liafa fundið blæösp þar í firðinum, þegar hann var í göngum fyrir tveimur árum síð- an. Hafði hann þá tekið grein af þessum runna heim með sér og hún strax verið ákvörðuð sem blæaspargrein af frænda hans, Arn- leifi Þórðarsyni. Fórum við svo á staðinn og þetta stóð heima, þar óx blæösp. Hún vex þarna í blómlegum lyng- og birkikjarrbrekk- um meðfram dálitlum læk í ca. 200 m hæð yfir sjávarmál í hlíðinni beint upp af eyðibýlinu Strönd. Það voru þarna einar 100 blæaspar- plöntur, flestar í kringum 20—30 cm á hæð, en þær hæstu 40—50 cm háar; þær uxu hvergi margar saman, en sáust standa ein og ein upp úr lynginu hingað og þangað á dálitlu svæði. Þetta er fjórði fundarstaður blæasparinnar á Austurlandi eins og fyrr er sagt; tveir hinna þriggja eru einmitt sinn hvoru megin Stöðvarfjarðar, Breið- dalur að sunnan og Fáskrúðsfjörður að norðan, og er Stöðvarfjarð- aröspin Kkust þeirri í Fáskrúðsfirði um vaxtarlag og blaðlögun, en eins og kunnugt er, þá er blæöspin nokkuð breytileg. 16. Cerastium arcticum Lge. Kirtilfræhyrna. I Flóru ísk, III. útg., 1948, bls. 143—144, er þessi tegund nefnd Cerastium Edmondstonii (Wats.) Murb. & Ostf. og þar er hún sögð vaxa víða á Austurlandi. Ingólfur Davíðsson (1948, bls. 163) getur hennar frá Tungu í Fáskrúðsfirði. í júlí 1959 fann ég allmikið af þessari tegund beggja megin í fjallinu rnilli Norðfjarðar og Mjóafjaiðar og virtist hún þar algeng á melum úr því kom upp í 650—700 m hæð yfir sjávarmál, jafnvel algengari en Cerastium alpinum L., músareyra, sem þó óx þarna líka; og þó þessar tvær tegundir séu um margt alllíkar og sumir höfundar telji Cerastium arcticum Lge. aðeins afbrigði af Cerastium alpinum L., þá var þó hvarvetna þarna auðvelt að aðgreina jrær á staðnum og það án aðstoðar annars en lítils stækkunarglers og jafn- vel með berum augum. Cerastium arcticum Lge. er töluvert breytileg (sjá E. Hultén, 1956, bls. 447 og Áskell og Dores Löve, 1956, bls. 109—110), sérstak- lega ltvað hæringu snertir. Þau eintök, sem ég hef safnað í Norðfirði og Mjóafirði og athugað, tillieyra tvímælalaust |>ví sem Hultén

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.