Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 207 3. mynd. Skematisk mynd af austurhlið Snæbýlisheiðar. Línan ES efstu sjávar- mörk, punktaðar h'nur hamrar, heildregnar lokaðar línur ltellar. Að öðru leyti skýringar í lesmáli. FB Fálkabólshamrar, SH Stóruskriðuhamrar, MB Mosabólshamrar, SN Snæbýli. — The east side of the heath Sruebýlisheiði illustrated schematically. The uppermost shore line is marked ES, the cliffs are marked by dotted lines and the caves by closed curves. Further explanations in the text. inn í þessa sprungu. Opið er um 6 m á breidd, 3-4 m á hæð og þykkt klettaveggjarins er um 6 m. Sprungan er 11/£—4 m á breidd og um 15 m á lengd. Munninn á móti norðri er í svipaðri hæð og Melrakkasker, en það nær rúmlega 260 m yfir hafið. Innan við Skarð eru engir eiginlegir hamrar. Það væri þá einna lielzt í Skorufjalli, sem er mjög bratt, og í því er einn lítill skúti, Eiturskúti. Liggur hann syðst í Skorufjalli og snýr á móti suð- austri. Hann er 4 m á breidd og 3 m á lengd, en tæprar mannhæð- ar hár. 3. mynd er af austurhlíð heiðarinnar, í aðaldráttum, frá Flögu upp að Snýbýli. Er hlíðin þá felld á lóðréttan flöt, sem hugsast liggja gegnum Snæbýli í stefnu S 50° A. Línan fyrir brúnina — B — er tekin af korti eftir línu, sem liggur samsíða „projektion- planinu" í 1 km fjarlægð. Á myndina er svo reynt að færa inn hamra og hella. Rætur hamranna tengi ég saman með línunni G. Ég hef reynt að draga hana í gegnum þann hluta hamranna, sem lengst ná niður. Lína J fyrir jafnsléttu undir hlíðinni er aftur á móti af korti, að mestu leyti, þar sem ,,projektionsplanið“ sker yfir- borðið. Hæð er ýkt l2]/2 sinnum samanborið við lengd. í töflu I hef ég tekið saman nokkrar stærðir um hlíðina, þar sem hellar eru í henni. í dálkinum hellar er átt við loftið í opinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.