Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 217 verið aflagaður. Fremri Einhyrningshamrar tilheyra sennilega lægri strandlínunni. Eldra lónið hefur þá haft afrennsli gegnum Kýrgljúfur, því hæð skarðsins, sem það myndar við vesturbrún, er einmitt í svipaðri hæð og efri strandlínan. Fæst þá skýring á myndun gljúfranna. Þau hafa myndazt af afrennsli þessa jökullóns og jökulám, sem komu frá jökultungu þeirri, sem náði í eina tíð fram á Snæbýlisheiði sunnan- verða. Yngra jökullónið hafði svo afrennsli yfir Stikla og Hafurs- árgljúfur. Líklegt þykir mér, að neðri strandlínan sé mynduð við, að jökull gekk fram einhvern tíma seint á jökulskeiði, en efri strandlínan aftur á móti mynduð við fyrstu bræðslu jökulsins af þessu svæði. Það, sem ég hef þessu til stuðnings, er að Kýrgilsá hefur ekki grafið sig neitt niður í fast berg neðan heiðar, en Hafursá aftur á móti eins djúpt og fljótið. Getur því sjávarborð varla hafa verið hærra en í 140—160 m hæð, þegar Hafursá gróf gilið neðan heiðar, og getur vel hafa staðið við 120 m malarkambinn. Jarðlaga austan heiðar liefur verið getið á bls. 204. Þegar við höfum fengið skýringu á myndun landslagsins, fáum við nokkuð sjálfkrafa skýringu á myndun þeirra. Lítt aðgreinda grófa mölin, sem undir er á jafnsléttu, væri þá jökulruðningur. Hin láréttu, fínkornóttu lög eru svo mynduð sem setlög í hafi. Lögin í Rjúpárhvömmum skýri ég svo: neðri fínkornóttu lögin eru mynduð sem set strax utan við ármynni, en grófa lagið ofan á er myndað, þegar ströndin færðist yfir þennan stað. Að gróft lag er ekki ofan á fínkornóttu lögunum á lægri stöðum, stafar af því, að þar mun hafa verið mjög lygnt, eftir að Borgarfell stakk upp kollinum, og aðeins þröngt sund, milli Stóruskriðuhamra og Borg- arfells, batt víkina við hafið. Hefur því ekki gætt neinnar öldu, þegar ströndin fór yfir lægstu og flötustu svæðin innan Borgarfells. Fyrri rannsóknir Eiginlega ætti þessi kafli að heita — fym rannsóknir og hvernig unnt er að fella athuganir mínar inn í þá mynd, sem við nú höfum af ísöld á íslandi — því um það mun hann fjalla. Um fyrri rannsóknir skal fljótt farið yfir sögu. Mér vitanlega hef- ur aðeins Þorvaldur Thoroddsen reynt að draga línu fyrir efstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.