Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 55
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
221
verið að minnsta kosti 1500 m þykkur á ísaskilum. En Guðmundur
Kjartansson hefur leitt að því sterkar líkur, að ísaskil hafi legið
frá Mýrdalsjökli yfir í Vatnajökul vestanverðan, — þar hafi ísaldar-
jökullinn verið þykkastur.
Sig undan jökulfargi. Því hef ég rætt um þykkt ísaldarjökulsins,
að ég ætla að teikna líkan (model) (mynd 8) af honum og nota
síðan líkanið til þess að reikna út landsig í Skaftártungu undan
jökulfarginu eftir aðferð, sem Trausti Einarsson hefur kynnt í
Jökli (1953). Það skal tekið fram, að það eina, sem ég hef við að
styðjast, eru hugleiðingar mínar hér að framan og grein Guðmund-
ar Kjartanssonar: Fróðlegar jökulrákir.
Línurnar þrjár eiga þá að merkja 1500, 1000, 500 m þykkt og
reikna ég með, að jökullinn liafi endað á 100 m dýptarlínu í haf-
inu og haft þar 100 m þykkt. 100 m línan er ekki teiknuð á kortið.
Það skal ennþá einu sinni tekið fram, að þetta er líkan til þess
eins að nota sem undirstöðu undir þessa reikninga og ber ekki að
skoðast sem tilraun að „rekonstruera" ísaldarjökulinn.
Ég gerði einn reikning, þar sem ég reiknaði með 20 km þykkt
hinnar stífu jarðskorpu — fékk ég þar úr 265 m sig í innri hluta
Skaftártungu — og tvo reikninga með jarðskorpuþykkt 10 km og
fékk þar fyrir Inntungu 330 m og Framtungu 265 m sig. Óneitan-
lega virðast gildin fyrir 10 km jarðskorpn betur geta skýrt sjávar-
mörkin, og finnst mér þó, að 65 m fyrir ris landsins áður en strand-
línan myndaðist og hækkun í heimshöfunum eftir að hún mynd-
aðist, séu í minnsta lagi. Nú í sumar voru gerðar mælingar á þykkt
jarðskorpunnnar á íslandi og virðast bráðabirgðaniðurstöður þeirra
mælinga benda til, að jarðskorpan sé eitthvað þykkari en 10
km. Er þá augljóst, að annað tveggja eða hvort tveggja kemur
til, ef sig vegna jökulfargs á að liafa valdið myndun brimklifanna
í Tungunni, annaðhvort hef ég áætlað þykkt ísaldarjökulsins of
litla, eða þá að formúla Trausta gildir ekki fullkomlega. í reikn-
ingum Trausta er gert ráð fyrir, að jarðskorpan verki sem öll
nokkurn veginn jafn sterk. En varla er nein ástæða til að ætla, að
jarðskorpan á íslandi geri það yfirleitt, því hún er full af sprung-
um og jarðeldabeltum, sem h.ljóta að hafa minni styrkleika en
jarðskorpan þar á milli. Eitt slíkt jarðeldabelti liggur skammt
norðan við Skaftártungu. Þykir mér ekki ótrúlegt, að þetta veik-
leikabelti í jarðskorpunni hafi getað verkað eins og hjaraliður og