Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 195 23. Lathyrus palustris L. Mýraertur. í Flóru íslands, III. útg., 1948, er þessarar tegundar ekki getið frá Austurlandi. En 1951 finnst hún við Sandbrekku og Ketilsstaði í Útmanna- sveit (Helgi Jónasson, 1952, bls. 139). 31. ágúst 1955 finn ég liana svo á þurru barði, aðallega vöxnu grasgróðri, í ca. 120 nr hæð yfir sjávarmál við Hólagerði í Fáskrúðs- firði, eða eina 100 nr frá vaxtarstað Rosa pimpinellifolia L., þyrni- rósar, þar. Mýraerturnar voru þarna óblómgaðar og uxu í dálítilli breiðu; af öðrum háplöntum bar þar mest á Agrostis tenuis Sibtli., hálíngresi; Anthoxanthum odoratum L., ilmreyr; Galium verum L., gulmöðru; Rhinantlius minor L., lokasjóð og Luzula multiflora (Retz.) Lej., vallhæru, auk nokkurra fleiri. 24. Trifolium pratense L. Rauðsmári. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 225, er sagt um þessa tegund, að hún bafi slæðzt frá ræktun og megi nú teljast ílend. Þetta á eflaust við um tegundina sums staðar á landinu, en þó ekki alls staðar, og ætla ég að nefna bér dæmi, sem sýnir vel, hversu varlega verður að fara í sakirnar, þegar um það er að ræða, hvort telja beri hina og þessa slæðinga ílenda, og þar með fullgilda borg- ara hinnar íslenzku flóru, eða ekki. Fyrir um það bil 20 árum, þegar ég var strákur að alast upp á Norðfirði, óx rauðsmári þar allvíða, bæði í túnum og utan túna nálægt gripahúsum og manna- híbýlum. Þótti okkur krökkunum þetta hin fegursta og skrautleg- asta planta og gerðum mikið af því að tína blóm hennar. Var okk- ur sagt, að rauðsmárinn hefði borizt til Norðfjarðar með norsku heyi, sem þangað var flutt upp úr 1920. En nú er þessi tegund svo til eða alveg horfin frá Norðfirði, síð- ustu eintökin, sem ég hef séð, fann ég og tók og pressaði sumarið 1953. Ef til vill má láta sér detta í hug, að við krakkarnir liöfum útrýmt rauðsmáranum með blómatínslunni, en það finnst mér hæpin skýring. Fyrir þessu hljóta að vera einhverjar aðrar orsak- ir, rauðsmárinn Iiefur af einltverjum ókunnum ástæðum ekki get- að haldið velli þarna til lengdar. Ef til vill er orsökin sú, að rauð- smárinn getur alls ekki eða að mjög litlu leyti frjógvað sig sjálfur, þar verður að fara fram aðfrævun og aðfrjóvgun; og blóm hans

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.