Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 54
220 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 8. mynd. Líkan af ísaldarjökli á íslandi. Þykktarlínur sýna 1500, 1000 og 500 m þykkt. Skyggða svæðið er lega rannsóknarsvæðisins. — A model of the last Glacial ice in Iceland. The isopachytes mark 1500, 1000 and 500 m thickness. The research area is shaded Þykkt ísaldarjökulsins. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að ákveða þykkt ísaldarjökulsins á íslandi. Ennþá eru þessar rann- sóknir brotakenndar og árangur ósamhljóða. Ég hef ekki talið mér fært að leita í öllum heimildum um fjöll, sem jökull hefur farið yfir og ekki farið yfir á ísöld, og reyna þannig að finna þykkt jökulsins. Ekki er ég lieldur neitt sérlega trúaður á, að það bæri nokkurn árangur. Fyrst og fremst hefur jökullinn á Suður- landi fært í kaf öll fjöll, sem nú eru jökulvana og þá voru til og því ekki unnt að fá nema lágmarksþykkt jökulsins. En lágmarks- þykkt hef ég lítið gagn af, því hin raunverulega þykkt getur verið rétt aðeins, en h'ka verið nokkrum sinnum lágmarksþykktin. Vatnajökull er nú 8400 km2 að flatarmáli og venjulegust þykkt 600—800 m en mest þykkt 1040 m (J. Eyþórsson 1951). Finnst mér því sízt of hátt áætlað, að jökull, sem þakti ísland allt, hafi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.