Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 217 verið aflagaður. Fremri Einhyrningshamrar tilheyra sennilega lægri strandlínunni. Eldra lónið hefur þá haft afrennsli gegnum Kýrgljúfur, því hæð skarðsins, sem það myndar við vesturbrún, er einmitt í svipaðri hæð og efri strandlínan. Fæst þá skýring á myndun gljúfranna. Þau hafa myndazt af afrennsli þessa jökullóns og jökulám, sem komu frá jökultungu þeirri, sem náði í eina tíð fram á Snæbýlisheiði sunnan- verða. Yngra jökullónið hafði svo afrennsli yfir Stikla og Hafurs- árgljúfur. Líklegt þykir mér, að neðri strandlínan sé mynduð við, að jökull gekk fram einhvern tíma seint á jökulskeiði, en efri strandlínan aftur á móti mynduð við fyrstu bræðslu jökulsins af þessu svæði. Það, sem ég hef þessu til stuðnings, er að Kýrgilsá hefur ekki grafið sig neitt niður í fast berg neðan heiðar, en Hafursá aftur á móti eins djúpt og fljótið. Getur því sjávarborð varla hafa verið hærra en í 140—160 m hæð, þegar Hafursá gróf gilið neðan heiðar, og getur vel hafa staðið við 120 m malarkambinn. Jarðlaga austan heiðar liefur verið getið á bls. 204. Þegar við höfum fengið skýringu á myndun landslagsins, fáum við nokkuð sjálfkrafa skýringu á myndun þeirra. Lítt aðgreinda grófa mölin, sem undir er á jafnsléttu, væri þá jökulruðningur. Hin láréttu, fínkornóttu lög eru svo mynduð sem setlög í hafi. Lögin í Rjúpárhvömmum skýri ég svo: neðri fínkornóttu lögin eru mynduð sem set strax utan við ármynni, en grófa lagið ofan á er myndað, þegar ströndin færðist yfir þennan stað. Að gróft lag er ekki ofan á fínkornóttu lögunum á lægri stöðum, stafar af því, að þar mun hafa verið mjög lygnt, eftir að Borgarfell stakk upp kollinum, og aðeins þröngt sund, milli Stóruskriðuhamra og Borg- arfells, batt víkina við hafið. Hefur því ekki gætt neinnar öldu, þegar ströndin fór yfir lægstu og flötustu svæðin innan Borgarfells. Fyrri rannsóknir Eiginlega ætti þessi kafli að heita — fym rannsóknir og hvernig unnt er að fella athuganir mínar inn í þá mynd, sem við nú höfum af ísöld á íslandi — því um það mun hann fjalla. Um fyrri rannsóknir skal fljótt farið yfir sögu. Mér vitanlega hef- ur aðeins Þorvaldur Thoroddsen reynt að draga línu fyrir efstu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.