Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171
iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiim
Aftur á móti vilja sumir skýra sumar goðasagnir eða þjóð-
sögur á þennan hátt.
Persónulega er ég þeirrar trúar, að ekki muni líða mörg
hundruð ár áður en við mennirnir getum heimsótt næstu ná-
granna okkar — tunglið og nokkrar af reikistjörnunum — og
á þann hátt aflað okkur miklu betri þekkingar á ástandi því,
sem þar er, en hægt er á annan hátt.
Það hefur komið í ljós, að margir af fornu draumum mann-
kynsins, sem mörgum er lýst í sögum Jules Verne, hafa rætzt
nú á síðustu áratugum og það miklu betur en menn höfðu gert
sér í hugarlund. Jules Verne hugsar ekki lengra en um ferð til
tunglsins. En það er aðeins um stigmun að ræða, hvort þangað
er haldið eða til Marz. Og því skyldi ekki þessi draumur rætast
eins og hinir, — en ekki verður það á þann hátt, sem um ræðir
í sögunni: Förin til tunglsins. Farartækið verður margfalt full-
komnara og þægilegra en þar er gert ráð fyrir.
Steinþór Sigurðsson.
Úr árbókum fuglanna III.
(Kaflar úr bréfi frá hr. Kristjáni Geirmundssyni, Akureyri,
dags. þ. 30. des. 1939.)
Frá árinu 1937.
í febrúar og í fyrra hluta marzmánaðar 1937 lagði Akur-
eyrarpoll allan og þá hurfu hettumáf arnir að mestu, en
það hafði verið mjög margt af þeim áður en pollinn lagði. Þann
27. marz fór ísinn að leysa og sá ég þá hóp af hettumáfum á
ísskörinni, og var hettan komin á kollinn á sumum þeirra.
17. apríl sá ég nokkura gráþresti í Gróðrarstöðinni á Ak-
ureyri, og þ. 23. apríl heyrði ég til gráþrasta á sama stað, en
eftir það varð ég þeirra ekki var.
28. apríl sá ég einn stara vera að tína í sig á mykjuhaug
suður á Krókeyri. Þenna stara sá ég aðeins í þetta eina skipti.
f maí og í byrjun júní kom smásíldarganga hér inn á höfn-
ina. Með síldinni kom mjög margt af máfum, mest þó af