Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 183
lllfillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Rjúpnaræktun í Noregi.
Fyrir rúmlega þremur árum byrjuðu Norðmenn á því að gera
tilraunir með ræktun á rjúpum. Tilgangurinn með slíkri ræktun
er fyrst og fremst sá, að auka rjúpnastofninn í þeim héruðum
landsins, sem veiðimenn sækjast mest eftir að dvelja í, á þeim
tíma ársins, sem veiði er leyfð. Sú stofnun, sem látið hefir gera
tilraunirnar heitir: „Norges Jeger og Fiskerforbund“, og er
aðal-umsjón rannsóknanna í höndum hr. cand. Per Höst. Þess
er ekki að vænta, að búið sé að leysa öll vandkvæði, sem komið
hafa í ljós við tilraunina, enda ekki við því að búast með þriggja
ára starfsemi, en árangurinn má þó teljast allgóður í flestum
atriðum. Síðastliðið sumar, er ég var á ferð í Noregi, var mér
boðið að skoða þetta tilraunabú, en þangað er aðeins nokkurra
kílómetra vegalengd frá Osló. Eg vil hér skýra nokkuð frá
þessari merkilegu nýjung, en að miklu leyti styðst eg við upp-
lýsingar úr skýrslu þess manns, sem stjórnar rannsóknunum.
Öll árin, 1936—1939, var hafður sami fjöldi á tilraunabúinu,
18 karlfuglar og álíka margir kvenfuglar. Reynslan sýndi á
fyrsta ári, að ekki var ráðlegt að hafa karl- og kvenfugla sam-
an um það leyti, sem rjúpan fór að makast, illdeilur urðu þá oft,
og sumir fuglanna meiddust talsvert. Var því tekið það ráð, að
stía pörunum í sundur þann tíma, sem erfiðastur var, og kom
þá í ljós, að eggjafjöldinn hjá hverri rjúpu hafði aukizt mjög
mikið og frjóvgun eggjanna varð öruggari.
Um það leyti, sem varptíminn byrjaði, var aðbúnaður rjúp-
unnar hafður á tvennan hátt:
1. 12 rjúpur voru hafðar í búrum með vírnetsbotnum, og
verptu þær í netið, án þess að liggja í hreiðri. Eggin voru tekin
frá þeim strax eftir að þær höfðu verpt.
2. 6 rjúpur voru hafðar í þannig útbúnum búrum, að þær
byggðu sjálfar hreiður sín og unguðu út eggjunum.
Þær rjúpur, sem voru í búrunum með netbotnunum, vei'ptu
samtals 194 eggjum, eða að meðaltali 16,2 eggjum hver rjúpa.
Þrjár verptu langt fram yfir meðaltal, tvær 27 eggjum og ein
28. Þær, sem gerðu sér hreiður, verptu samtals 75 eggjum, eða
að meðaltali 12,5 eggjum hver rjúpa. Meðaltal eggjafjöldans
var talsvert hærra árið 1938 en tvö undanfai'in ár, en þá var
það 11,6.