Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 177
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIII
Fuglalíf í Kópavogi 1938 og 1939.
Kópavogur er svo sem kunnugt er einn af vogum þeim, er
ganga inn úr Skerjafirði, sunnan við Reykjavík. Beggja megin
við hann eru malar- og grjótásar með strjálum gróðri, en sjálf-
ur er vogurinn svo grunnur, að nálega verður hann þurr um
stórstraumsfjöru og eru þar þá leirur miklar. Mikið er um sand-
maðk í forinni, sem er svört og gljúp, svo auðvelt er fyrir ýmsa
fugla að gera sér gott af honum ásamt öðru góðgæti, sem þar
finnst. Áður fyrr voru leirurnar mjög vaxnar marhálmi og var
þá venjulega margt um álftir á voginum að vetrarlagi, en fyrir
nokkurum árum féll allur marhálmur við innanverðan Faxa-
flóa og síðan hefir varla sézt hér svanur. Nú í sumar sást þó
votta fyrir nýjum marhálmsgróðri í smátoppum hér og þar, svo
að vonandi ætlar hann að ná sér aftur með tímanum.
Á þessu síðasta ári — og þó nokkuð lengur — hefi ég lítils-
háttar litið eftir fuglalífi í Kópavogi, sérstaklega hvenær sumar-
fuglarnir kæmu á vorin og hvenær þeirra yrði síðast vart að af-
hallandi sumri eða hausti. Fara hér á eftir athuganir mínar í
þessa átt.
Þúfutittling sá ég síðast 17. ágúst í sumar og stein-
depil 18. s. m., en 30. ágúst í fyrra; átt hafði hann þá hreið-
ur í grjótbyrgi hér skammt frá.
Máríuerla var seinast á ferli 21. ágúst nú, en 25. s. m. í
fyrra, og í vor kom hún 31. maí.
Krían virtist mér koma með seinna móti — 20. maí — og
fara líka með seinna móti, 29. ágúst sá ég nú þær síðustu, en
18. ágúst í fyrra. Hefir hún áður orpið nokkuð í Kársnesi, sem
er yzti hluti Kópavogsháls, undanfarandi ár, en síðastliðið vor
voru þar aðeins örfá hreiður, enda meginhluti nessins nú út-
hlutaður undir sumarbústaði og 'þar því ekki lengur friðland
fyrir villta fugla.
Kjói og rita voru hér á ferðinni 1. sept., en annars eru
þau hjú fremur sjaldséð hér.
Nokkrar tildrur sá ég í vor 25. marz milli steina í fjör-
unni og sýndust vera fremur daufar í dálkinn, þar sem þær
kúrðu samlitar þanginu. Síðan varð ég þeirra ekki var, fyrr en
9. maí og voru þá margar saman og heldur en ekki upp með
12