Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175 iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii um, þangað til þann 28. ágúst, er ég sá óðinshanana aftur, fá- eina unga hér úti á leirunum. H r oss a ga u k ar. 24. ágúst tók ég eftir því, að hrossa- gaukar voru farnir að fljúga um í hópum, en þann 8. septem- ber heyrði ég nokkurum sinnum til hrossagauka á flugi. Þann 15. september sáust þeir hér síðast. Rauðbrystingar. 27. júlí sá ég einn rauðbrysting hér á leirunni og svo sá ég einn dagana 25. og 28. ágúst, en 30. ág. voru þeir orðnir 8 og var einn þeirra fullorðinn. Rauðbrystinga sá ég svo ekki framar það haustið. S e n d 1 i n g a r. Þann 30. septemb.er komu fyrstu sendling- arnir aftur hingað á fjörurnar. Fór þeim þar sífellt fjölgandi þangað til þann 13. október, er mér fannst þeir vera orðnir eins margir og þeir eru hér að jafnaði á vetrum. Lóuþrælar. Um þann 20. júlí fóru lóuþrælar að koma út á leirurnar. 25. ágúst fjölgaði þeim þar mikið og 27. ágúst fóru þeir að fljúga um í hópum eins og stelkarnir. Þá álít ég að þeir hafi verið að byrja að fara héðan. Þeim hvorki fjölgaði né fækkaði fyrst í stað, en þó álít ég að þeir hafi verið að fara daglega, en nýir fuglar hafi bætzt við í staðinn fyrir þá, sem fóru, svo að fuglafjöldinn hafi staðið í stað. En 2. september fækkaði þeim snögglega niður í eitthvað um 30—40 fugla. Þeir voru svo hérna á leirunum þangað til 6. og 7. september, er þeir hurfu að mestu. 8. sept. sá ég aðeins fjóra, 10. sept. sá ég um 30, en daginn eftir ekki nema 10. Þann 21. september voru lóu- þrælarnir ennþá um 10—12, en þann 30. sept. voru þeir aðeins 5 og sá ég þá svo ekki framar það haust. Sanderlur. Þann 24. ágúst sá ég fyrstu tvær sanderlurn- ar hér á leirunum. 25. ágúst hafði þeim fjölgað og voru orðnar um 20 og hafa þær sennilega verið að koma kvöldið áður, þeg- ar ég sá þessar 2. Þann 27. ágúst sá ég 3 og 30. ágúst 2, en þann 31. ágúst voru sanderlurnar orðnar 18 alls, en síðan sá ég þær ekki aftur það haust. Stelkar. Þeir fóru að koma út á leirurnar um miðjan júlí- mánuð, en þ. 24. ágúst var þeim farið að fækka. Þann 27. ág. og dagana þar á eftir fækkaði stelkunum töluvert og fóru þeir þá að fljúga um í hópum. Þetta hópflug stóð yfir aðeins fáa daga. Þeim fækkaði nú smám saman, þangað til um þ. 14. sept- ember, er þeir fóru aftur að fljúga um í hópum, og þann 30. september voru þeir allir farnir, að undanskildum fáeinum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.