Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 16
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllll
Sandlóur. Þær fyrstu sá ég þann 21. apríl.
Lóur. Ég heyrði fyrst til lóunnar þann 15. apríl.
T j a 1 d u r. Tvo fyrstu tjaldana sá ég á leirunum þ. 13. apríl.
Tildrur. Sá 10 tildrur hér við leirugarðinn þann 20. maí.
Kríur. Að kveldi þess 26. apríl komu fyrstu kríurnar. Lít-
ill hópur, um 30 alls. Daginn eftir kom töluvert af þeim og síð-
an jafnt og þétt til 3. maí, en þá fjölgaði þeim mest og þó enn
meir eftir þann 4. maí og skiptu þær þá þúsundum, og álít ég
að þá hafi þær verið komnar allflestar.
Kj óar. Fyrsta kjóann sá ég þann 27. apríl og 4. maí fjölg-
aði þeim mikið. Virtist mér að þeir fylgdust með kríunum.
Sefendur. Þær sáust fyrst hér á höfninni þann 21. apríl.
Brottför farfuglanna árið 1937.
Máríuerlur. 12. ágúst sá ég máríuerlur fljúga um í stór-
hópum. 30. ágúst og nokkurum dögum þar áður fækkaði þeim
að miklum mun, þó að töluvert væri eftir af þeim ennþá. Frá
30. ágúst til 4. september fækkaði máríuerlunum mikið og 9.—
10. sept. sá ég aðeins fáeinar. Þann 15. sept. sá ég tvær og voru
það síðustu máríuerlurnar, sem ég sá það haust.
Þúfutittlingar. Þann 15. ágúst sá ég að þúfutittlingar
voru farnir að hópa sig. 30. ágúst var mikill hluti af þeim far-
inn. Síðan fækkaði þeim mikið eftir mánaðamótin ágúst—sept-
ember og þann 21. september sá ég aðeins fáeina. Heyrði til
þeirra síðast þann 30. september.
Skógarþrestir. 8. september kom hingað mikill fjöldi
skógarþrasta og held ég að þeir hafi skipt þúsundum. Þeim
fækkaði þó strax eftir 2—3 daga. 28. september var aftur kom-
ið margt af skógarþröstum og voru þeir að fljúga um í stórhóp-
um. 5. október var þeim farið að fækka og 9. okt. sá ég aðeins
einn og einn á stangli. Um mánaðamótin október og nóvember
var enn komið mikið af þeim, en fyrri hluta nóvembermánaðar
fór þeim mjög fækkandi. Þó eru fáeinir skógarþrestir hér all-
an veturinn.
Óðinshanar. 24. ágúst sá ég töluvert af óðinshönum,
mest ungum fuglum. Ég álít að þá hafi flest af fullorðnu óð-
inshönunum verið farið. Síðan sá ég strjáling af ungum fugl-