Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 4
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nefnilega húsnæðisvandræðin. Jakobi tókst ekki að fá neitt húsnæði fyrir þetta sameinaða safn, og var Kristjáns safn því um sinn áfram í vörzlu hans, en þar að kom, að hann varð einnig að losa sig við það vegna liúsnæðisvandræða og var það þá pakkað niður í trékassa og flutt í vöruafgreiðslu Eimskipafélagsins á Akureyri. Þar lá það í nokkur ár, meðan árangurslaust var reynt að fá húsnæði undir það, og lá þar undir skemmdum, því að trékassarnir gisnuðu og munirnir rykféllu. Þá var það, að forráðamönnum Dýraverndunarfélags Akur- eyrar datt það í hug, að fá safnið lánað hjá Jakobi og efla til sýningar á því til ágóða fyrir starfsemi sína. Var safnið þá flutt heim til Jakobs og fór Kristján þar yfir það allt, lagfærði og hreinsaði. Siðan var sýning haldin á því í Barnaskóla Akureyrar síðari hluta febrúar- mánaðar 1951. Um 4000 gestir sóttu þessa sýningu, og er það furðu- lega mikil aðsókn, þegar þess er gætt, að vegna einstakrar ófærðar um þetta leyti sakir stórhríðar og fannkyngi gátu ekki aðrir en Akur- eyringar sótt sýninguna. Eftir sýninguna var safnið aftur flutt til Jakobs og gaf hann það þá formlega Akureyrarbæ en enn sem fyrr var ekkert pláss fyrir það, og var það í vörzlum Jakobs fram á vor 1951. Þá var það flutt í barnaskólann, og skyldi geymt þar meðan verið væri að útbúa pláss fyrir það í nýbyggðu húsi slökkvistöðvar bæjarins. Þetta pláss var þó aðeins hálffrágengið um haustið, er rýma varð barnaskólann, skápalaust og ómálað, og annað eftir því, en ekki var nú í annað hús að venda. Akureyrarbær veitti fé til nauðsynlegrar skápagerðar og annarra aðgerða á húsnæði safnsins og var það svo, sem fyrr getur, opnað almenningi í ágústbyrjun 1952. Hafði það þá verið flutt 6 sinnum síðan það fór úr húsi Kristjáns, og er furða hversu óskemmt það hefur lcomizt út úr þessum hrakningum. Nú er Kristján vörður safnsins og eru þau laun, sem hann fær fyrir það starf, þeygi há. Ég skoðaði safnið hjá Kristjáni síðastliðið sumar og var ekki laust við að ég öfundaði hann, er ég leit yfir salinn hans og hugsaði til þeirrar rykföllnu ruslakistu, sem ber nafnið Náttúrugripasafnið í Reykjavík. Safnið er, eins og fyrr getur, til húsa í slökkvistöð Akur- eyrar, en hún er á Oddeyri, rétt hjá gistihúsinu Norðurland, og er það því hin ákjósanlegasta lega. Ekki eru húsakynni stór, einn salur, 5.5 X 8.0 m, en salurinn er sæmilega hár til lofts og hinn vistlegasti og snyrtilegur frágangur á öllu þar inni. Með veggjum eru nú 4 skápar (sbr. 1. mynd), 1.6 X 1.8 m, og er rúm fyrir nokkra fleiri, en yfir veggskápunum er yfirlitsmynd (panorama), málað af Elísa- betu, systur Kristjáns, og sýnir hún helztu gerðir norðlenzks landslags.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.