Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 7
Níels Dungal: Orkideu-rœkt Erindi flutt í Hinu íslenzka náttúrufrœðifélagi 30. marz 1953. Hvernig á því stóð, að ég fór að rækta orkideur Þar er skemmst frá að segja, að ég þekkti naumast nokkurt blóm og vissi ekkert um blómarækt fram að 1938. Þá keypti ég húsið við Suðurgötu 12, og af þvi að í kríng um það var stór og fallegur blóma- garður, þótti mér sjálfsagt að halda honum við. Ég fór að kynna mér blómarækt og fann þar heila veröld af fegurð, sem ég hafði ekki haft hugmynd um. Ég fór m. a. að lesa um orkideurækt. Þegar ég sá, hvernig rækta þurfti eins konar bakteríukennda sveppi með fræjunum, til þess að fá þau til að þroskast, hugsaði ég með mér, að þama væri viðfangsefni fyrir mig á mínum gömlu dögum, þegar ég værí hættur að kenna við háskólann. Snemma lét ég byggja örlítið gróðurhús við rannsókn- arstofuna, sem hitað var með afrennslisvatni frá hitaveitunni, og í þessu litla gróðurhúsi, sem kostaði ekki nema nokkur hundruð krón- ur að koma upp, var furðu margt hægt að rækta, bæði til gagns og gamans. 1 ágústmánuði 1950 lenti ég í því að vera boðinn á bakteríufræð- ingaþing í Brasilíu. Engin för er mér jafn minnisstæð, því að hvergi hef ég séð fallegra land, né meiri og sérkennilegri gróður. Þar sá ég i fyrsta sinni orkideustöðvar, þar sem orkideur eru ræktaðar í gróð- urhúsum. Að vísu er svo hlýtt í kring um Rio, að gróðurhúsin em ekki nauðsynleg hitans vegna, enda eru þau aldrei hituð upp og ekki mögulegt að hita þau. Þar em gróðurhúsin fyrst og fremst til þess að vernda plönturnar fyrir alls konar illþýði, einkum öllum þeim herskara af sltorkvikindum, sem leita á menn, dýr og jurtir. Við fómm tveir saman í eina slíka orkideustöð, danskur penicillin- maður og ég. Ég held, að það hafi veríð ég, sem átti uppástunguna að því, að við keyptum okkur nokkrar orlddeuplöntur og fæmm með heim til okkar í flugvélinni. Eigandinn var mjög geðslegur ungur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.