Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 8
118 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN maður, sem talaði vel ensku, enda var móðir hans ensk, en faðir hans var einn af belgisku brautryðjendunum í orkideurækt. Mér er minn- isstætt, hvað hann sagði við okkur, þegar við vorum að fara. „Vitið þið, hvað þið eruð að gera?“ sagði hann. Ég hélt að við hefðum hugmynd um það. „Það efast ég um,“ sagði hann. „Sá, sem fer að rækta orkideur, tekur í sig virus, sem yfir- gefur hann aldrei upp frá því. Þetta er krónísk veiki, sem batnar aldrei.“ Við vonuðumst til að þetta virus reyndist ekki lífshættulegt, en ég hefi oft haft ástæðu til að minnast orða senor Binot’s. Hvað eru orkideur? Þessi ættbálkur, sem á íslenzku hefur verið kallaður brönugrasa- ættin, er einhver fjölskrúðugasti ættbálkur jurtarikisins. Alls munu vera til yfir 20 þúsund tegundir af orkideum og þær eru útbreiddar um allan heim, heimskautanna á milli. Hér á Islandi munu vera 8 tegundir af villtum orkideum, allar litlar og bera lítil en lagleg fræ. Nafnið orkidea er myndað af gríska orðinu orchis, sem þýðir eista. Flestar þessara jurta hafa nefnilega forðanæringu, sem á mörgum safnast i kúlulagaðan hnúð á stönglinum, og getur plantan gripið til þessarar forðanæringar þegar hún á örðugt uppdráttar, einkum vegna langvarandi þurrka. En þótt tegundirnar séu svo margar, eru ekki nema tiltölulega fáar ræktaðar. Og merkilegt má það heita, að engin af öllum þessum skara skuli vera ræktuð til gagns. Þvi að þótt van- illa sé unnið úr fræi vanillaplötunnar, sem er orkidea, þá getur það naumast talizt til gagns. Nei, engin af öllum þessum plöntum er til nokkurs gagns. Þær lenda í flokki með músík og málaralist. Þær eru til yndisauka vegna fegurðar og ilms, en aðeins fyrir það fólk, sem kann að njóta þeirra. Sameiginlegt fyrir allar þær orkideur, sem ræktaðar eru vegna blómanna, er það, að þær eru allar upprunnar úr hitabeltislöndun- um. Suður-Amerika er eitt helzta heimkynni þeirra, einkum þeirra fegurstu, en suðurhluti Asíu og Indónesía eiga líka drjúgan þátt í að framleiða margar af fegurstu tegundunum. Einkennilegt er það, að Afríka á svo að segja engan þátt í þessum kapítula blómaræktar- innar. Þótt þar vaxi ýmsar orkideutegundir, er ekki unnt að telja nema eina eða tvær verulega fallegar, og enga, sem nú á tímum er í stöðugri rækt vegna blóma sinna. Aftur á móti hefur vanilla ver- ið ræktuð í mörg hundruð ár á Zansibar og þar í kring.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.